The Producers ***½ Producers, The (1968)

Leikstjóri: Mel Brooks
Handrit: Mel Brooks
Lengd: 88 mín
Framleiðendur: Sidney Glazier
Aðalhlutverk: Zero Mostel, Gene Wilder, Kenneth Mars, Christopher Hewett, William Hickey, Dick Shawn

Tónlist: Mel Brooks

sbs: ***½
Fyrsta kvikmyndin sem Mel Brooks leikstýrði kom út árið 1968, hann gaf henni nafnið ‘Springtime for Hitler’ en af einhverjum ástæðum var nafninu breytt í ‘The Producers’. Myndin fór með sigurför um öll vesturlöndin, reyndar ekki alveg öll, hún var bönnuð í Þýskalandi og var ekki sýnd þar fyrr en mörgum árum seinna þegar haldin var kvikmyndahátíð um kvikmyndaverk gyðinga. Hún hefur elst vel og kemur á flestum listum yfir fyndnustu kvikmyndir allra tíma og var síðan tekið aftur fyrir stuttu til sýningar á Broadway þar sem Nathan Lane og Matthew Broderick fara með titilhlutverkið

The Producers fjallar um Broadway framleiðandann Max Bialystock (Zero Mostel) og endurskoðandann Leo Bloom (Gene Wilder). Bialystock safnar fjármagni fyrir Broadway verk sín með því að lokka ávísanir frá litlum gömlum konum sem koma í skrifstofuna hans til að ‘leika’ sér (“We'll play the innocent little milkmaid and the naughty stable boy!”). Einn daginn er Bloom sendur til Bialystock til að fara yfir bókhaldið hjá honum. Bloom kemst að því að fyrir síðasta verkið hans, hafði Bialystock fjármagnað 2,000 dollurum meira en hann hafði tapaði. Bloom veltur þessu aðeins fyrir sér og segir svo við Bialystock, “You could make a lot of money by overfinancing turkeys. The IRS isn't interested in flops.“

Þeir ákveða að nýta sér þetta. Max fer inní, einsog hann kallar það, ”little old lady-land“ og safnar miklu meiri pening en hann þarf til að framleiða söngleik sem er öruggur um að misheppnast.

Söngleikurinn sem verður fyrir valinu kallast “Springtime for Hitler” eftir ný-nasista leikritahöfundinn Franz Liebkind (Kenneth Mars). Franz eyðir sínum stundum upp á þaki blokkar, þar er hann með fuglunum sínum og syngur þýsk þjóðlög. Þeir fá, að þeirra sögn, versta leikstjóra allra tíma Roger De Bris (Christopher Hewett) sem er gengur í kjól heima við. En toppurinn er án efa aðalleikarinn í söngleiknum sem ‘the führer’, Lorenzo St. Dubois kallaður L.S.D.. L.S.D. er hippi af lífi og sál og leikur Hitler einsog hann hefði verið hippi sem kallar alla ‘baby’.

Söngleikurinn sjálfur er toppur alls sem getur kallast smekklaust. Með hóp af SS stelpum og strákum í hnéstígvélum syngjandi og dansandi. Titillagið er það sem hneikslaði flesta, “Springtime for Hitler and Germany, winter for Poland and France”, “Watch out, here comes the master race!” og “Don't be stupid, be a smarty! Come and join the Nazi Party!”. Eftir lagið er litið á áhorfendurnar, þar sem þeir sitja þöglir, lamaðir og hökuna niður á maga. Einn ákveður að klappa en þeir sem um hann sitja slá hann og á hann öskra.

Myndin er óhemjufyndin og að mínu mati er hún ein fyndasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún er auðvitað algerlega smekklaus en Mel Brooks kemst upp með það. Hann vann meira að segja óskarsverðlaun fyrir handritið. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið býsna umdeilt af akademíunni. En Mel Brooks er gyðingur og þessvegna kemst hann upp með þetta. Bialystock og Bloom eru augljóslega gyðingar líka þó að það sé aldrei nefnt. Eitt atriði bjargar líka miklu, eftir að mennirnir tveir hafa verið hjá Franz eru þeir gangandi með fram götu, Bloom heldur utan um handlegginn á sér og Bialystock segir “All right, take off the armband”. Þeir taka síðan af sér rauða borða með hakakrossinum á og henda í ruslið, Leo hrækir ofan í ruslafötuna og Max líka.

Myndin er líka full af lærdómi, vissu þið til dæmis að þegar verið er að tala um ”The Third Reich" er verið að tala um þýskaland eða að Hitler var magnaður dansari og frábær málari, hann gat málað heila íbúð á einu kvöldi, tvö lög!

Ég ætla að enda þetta með að segja frá einu fyndnasta atriðinu í kvikmyndinni. Bloom er öskrandi á Bialystock “I'm hysterical! I'm hysterical, I'm hysterical, I'm hysterical!” þegar vatni er kastað á andlit hans bíður hann í smá stund og æpir svo “I'm wet and I'm still hysterical! I'm hysterical and I'm wet!” hann er svo sleginn utan undir og þá æpir hann ”I'm wet, I'm hysterical, and I'm in pain!” Það gerist ekki fyndnara!


sbs : 01/06/2002