Fyrir stuttu birtist okkur sýnishorn af framhaldsmyndum The Matrix. Þær munu bera nafnið Matrix Reloaded og Matrix Revolutions. Matrix Reloaded verður frumsýnd 16 maí á næsta ári og Revolutions verður líklega sýnd í nóvember sama ár. Maður er að sjálfsögðu nokkuð spenntur þar sem fyrsta myndin var algjör snilld. Samt sem áður er maður dálítið hræddur að myndirnar muni ekki hafa neitt í forverann. Þegar Matrix kom út 1999 þá vissu mjög fáir af henni. Hún kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, eitthvað virkilega ferskt. Verða næstu myndir ekki bara sama dæmið? Mér fannst svo skemmtilegt við fyrstu myndina hvernig Neo smám saman fékk að vita hvað the matrix væri. Því hef ég töluverðar áhyggjur að næstu myndir verði bara non stop action. Jæja, maður verður bara að bíða og sjá.

Nú fyrir stuttu var blaðamönnum boðið til Sidney í Ástralíu að skoða kvikmyndatökustaði og taka viðtöl við leikara, leikstjóra og framleiðanda Matrix framhaldanna. Lítið af því hefur lekið á netið en þó eitthvað smá. Það vita það kannski fáir en Matrix kostaði ekki rosalega mikla peninga miðað við stórmyndir í Hollywood. Nú verður breyting á. Báðar myndir voru teknar upp í einu og og er talið að kostnaður sé kominn yfir 300 milljónir dollara(30 milljarða króna). Tökum er að ljúka loksins eftir miklar ógöngur enda hefur myndunum verið frestað oft og mörgum sinnum. Keanu Reeves braut t.d. ökla og tvær leikkonur dóu. Þetta og þróun tæknibrellna hefur því seinkað myndunum töluvert.

Joel Silver er framleiðandi myndanna. Hann var spurður af því hvort það færi ekki í taugarnar á leikstjórunum(Wachowski bræður) hvernig margar myndir hefðu hermt eftir The Matrix, t.d. bullet time effectið þar sem hægir á öllu og við sjáum kvikmyndavélina fara í hring ofurhægt þar sem hasarinn á sér stað. Þessu svaraði hann játandi og sagði að þeir ætli að gera sum atriði svo rosaleg að engin muni geta hermt eftir þeim. Vá talandi um að vera hrokafullur en hann hlýtur að vera nokkuð öruggur með þetta fyrst hann þorir að segja svona. Silver sagði að þeir ættu bara eftir að taka upp 14 mínútna lokaatriðið í síðust myndinni(Revolutions). Hann segir að svo miklum peningum verði varið í þetta atriði og svo miklum tíma að enginn muni geta leikið þetta eftir nokkru sinni. Tæknibrellurnar sem er verið að þróa geti bara ekki orðið betri í framtíðinni. Fyrst maðurinn segir svona hluti þá er bara eins gott að maður verði ekki fyrir vonbrigðum.


Keanu Reeves segir að nú muni myndirnar gerast að miklu leyti í hinni raunverulegri veröld(Sérstaklega í Revolutions). Við fáum t.d. að sjá borgina Zion og fleira. Hann mun einnig þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Véfréttin(The oracle) segir honum að að ákvarðanir hans muni hafa ahrif á hvort mannkynið muni lifa áfram. Við munum sjá samband Neo og Trinity þróast og samband Morpheus og agent Smith.

Nú hefur verið sagt að fyrsta myndin hafi verið um fæðingu, önnur myndin um lífið og svo þriðja myndin um dauðann. Sumir halda samkvæmt þessu að einhver aðalpersónanna muni deyja í þriðju myndinni. Það verður bara að koma í ljós.

Eruð þið spennt? Eruð þið kannski líka dálitið hrædd um að þetta verði bara hasar? Hvað finnst ykkur?