Ég eignaðist Harry Potter á dvd fyrir nokkrum dögum, var ekkert spent fyrir þessu, hafði aldrei séð myndina og bjóst ekki við einhverju spes en eftir að hafa horft á myndina var ég agndofa! Djöfull er þetta flott mynd! Hvað var fólk að kvarta yfir að það væri þotið í gegnum allt!? Myndin var ekki langdregin, ekkert atriði var of langt eða of stutt, maður náði söguþræðinum vel og fantasían var frábær! Harry Potter myndin er eins og gömlu ævintíramyndirnar, ekki einsog nútíma langdregið crap þar sem mínútum er eitt í svipbrigði! Ég dírka þessa mynd. Svo er aukadiskur sem fylgir dvd pakkanum. Þarft að blanda saman efnum til að sjá delited scenes og smakkað “all flavor” nammi baunirnar. Það eina sem vantar er “the making of Harry Potter”

mæli með að þið kaupið Harry Potter and the Philosopher's stone á dvd!