Apocalypse Now: Redux Ár: 1979/2001(Redux útgáfan)
Leikstjórn: Francis Ford Coppola
Aðalhlutverk: Martin Sheen, Marlon Brando, Robert Duvall, Dennis Hopper, Laurence Fishburne, Harrison Ford o.f.l.
Myndataka: Vittorio Storaro

Apocalypse Now er svo sannarlega eitt af stórvirkjum kvikmyndasögunnar og að mínu mati allrabesta stríðsmynd sögunnar, og hefur verið það í rúm 30 ár.
Núna hefur þetta meistarastykki heldurbetur fengið andlitslyftingu. Ekki nóg með að öll filman hafi verið stafrænt yfirfarin go endurbætt og öll myndin endurkóðuð með DTS hljóði, heldur hefur hvorki meira né minna en 52 mínútum verið bætt við myndina og er hún orðin epískar 202 mínútur að lengd.

Sögurþráður myndarinnar er ekki ýkja flókinn enda engin nauðsyn að flækja málin.
Martin Sheen leikur Benjamin Willard, bardagaþreyttan og örvinglaðan kaptein í Bandaríska hernum í víetnam stríðinu.
Hann fær skipun um að fara lant inn á óvinasvæði(alla leið inn í Kambódíu) til að finna, og drepa Walter Kurtz (Marlon Brando), liðsforingja sem talinn er hafa orðið geðveikur og stjórnar nú her innfæddra lant inn í frumskógunum og eru aðferðir hanns við mannslátrun sagðar vera orðnar “óæskilegar”.
Í stuttu máli heldur Willard, fáliðaður á littlum bát, inn í frumskógin og hefst þá sálrænt ferðalag hanns í gegnum ótta, geðveiki og vonleysi sem eykst og eykst því lengra sem hann fer inn í frumskóginn og því nær hann kamst “hjarta myrkursinns”.

Fyrst ber að nefna myndatöku Vittorio Storaro sem er alveg hreint stórfengleg, hvort sem það eru sólsetur, napalmsprengjur eða herþyrlur á lofti, þá setur mydnatakan tónin og gefur manni þá tilfinningu að maður sé í víetnam í helvíti á jörðu.
Leikstjórn Coppola er nær óaðfinnanleg þótt að sumar senur dragist óþarflega á langin, eins og t.d. ein af nýju senunum þarsem hersveit Willards lendir í matarboði með biturri franskri fjölskyldu en sú sena er að mínu mati óþörf og mátti hún alveg halda sig á klippiherbergis gólfinu. En utan við þessa smáu vankanta er tilfinning hanns fyrir kvikmyndafominu aðdáunarverð, andrúmsloftið er þrungið og drungalegt og leikurinn sem hann nær útúr þessum (þá) ungu leikurum er ótrúlegur.

Eins og ég minntist á er leikurinn nær óaðfinnanlegur, Martin Sheen er fullkomin í hlutverki (sem Al Pacino hafnaði) kvalinns kapteins sem er ótrúlega flæktur og stendur eginlega á barmi geðveikis sjálfur. Robert Duvall er skemmtilegur sem stórklikkaður liðsforingi sem veitt fátt skemmtilegra en að skella sér á brimbretti. Brando er ógnvekjandi en samt brjóstumkennanlegur sem hinn sálsjúki Kurtz og allir´aukaleikarar standa sig með prýði.

Apocalypse Now gefur ótrúlega innsýn inn í mannlegt eðli og þá geðveiki sem fylgir stríði en hún er hér sýnd á mjög persónulegan og ógnvekjandi hátt, hún sýnir að það þarf ekki endalaust magn af sprengingum og hermönnum fallandi eins og strá til að sýna geðveiki stríðsinns því að þeir sem lifa af eru oft verr settir en þeir sem deyja á svona tímum.

Þetta meistaraverk fær hiklaust toppeinkun í minni bók og hvet ég alla sem hafa 3 og 1/2 tíma til að drepa að skella sér í Háskólabíó því þetta er síðasti séns til að sjá eina bestu kvikmynd sögunnar á almennilegu bíótjaldi þar sem hún á heima!

****/****