Predator Það sér hita líkama þeirra. Það finnur lyktina af ótta þeirra. Það drepur vegna ánægju.

Myndin Predator fjallar um 7 manna “Commandos” sveit sem ráðin var af CIA til að finna týnda flugmenn sem höfðu hrapað í frumskóginum. Þeir finna út að hinni hersveitinni er búið að slátra hrottalega. Smám saman týna þeir lífinu sjálfir og fatta að þeir eiga í höggi við lífveru utan úr geimnum. Hersveitin, leidd af Dutch Schaeffer (Arnold Schwarzenegger) byrjar hægt að minnka þangað til að Dutch er einn eftir og verður að kljást við geimveruna einn. Geimveran hefur hæfileikanna að geta orðið ósýnileg, hún getur séð hita frá lífverum og hún er með allskonar hættuleg vopn.

Þessi mynd er í heildina mjög spennandi og atburðar rásin gerist mjög fljótt og hlutirnir eru fljótir að gerast. Myndin gerist aðallega í frumskógi í Suður-Ameríku. Myndin er leikstýrð af John McTiernan en hann leykstýrði m.a Die Hard, Die hard with a vengeance og The Hunt for Red October. Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið en það þarf varla að kynna hann ;) Með önnur hlutverk fara t.d Carl Weathers og Jesse Ventura.

Myndin er mjög góð og spennandi og með mjög frumlega og flotta geimveru ;)

***/****

Roadrunne