Finnski hasarmyndaleikstjórinn Renny Harlin er að setja saman mynd um kappaksturhetju leikin af Sylvester Stallone.
Renny Harlin á að baki myndir eins og DEEP BLUE SEA,CLIFFHANGER,THE LONG KISS GOOD NIGHT og DIE HARD 2.

Fjallar myndin um kappakstur,CART (Championship Auto Racing Teams).
Gamall ökuþór er fenginn til að þjálfa upprenandi peningavél fyrir
liðið.Reyna þeir að vinna saman eftir bestu getu,og þar að auki berjast við keppinauta og innbyrðis um hylli sömu konunnar.Ég veit satt best að segja ekki hvernig honum muni takast til,en söguþráðurinn er ekki upp á marga fiska.Maður vonar að þetta verði ekki allt of líkt DAYS OF THUNDER (Tony Scott).En maður verður að vona að hann nái fram einhverju góðu úr Sylvester Stallone eins og í CLIFFHANGER.
Aðrir leikarar eru Burt Reynolds,Gina Gershon og fullt af lítt þekktum leikurum.


KURSK