Ég horfði á American Pie 2 í gær. Verð að segja að hún er ekki eins góð og númer 1. Það var vel hægt að hlægja að henni og sérstaklega var fyrri hluti myndarinnar skemmtilegur en svo fannst mér þeir missa það í endanum á henni. Þessi mynd er um unglinga, mest einblínt á 3 vinkonur sem eru að reyna að ná sér í kærasta og kíta um það hver hefur oftast sofið hjá og hver er reyndust á því sviði og hvaða kærasta er við hæfi að eiga. Þær eru að fara að útskrifast úr skólanum og þurfa að taka ákvörðun um í hvaða skóla þær ætla (Harvard, Yale, o.s.frv.) og er fyndið að sjá hvernig þær ráða fram úr því. Þetta er fín mynd þó hún sé ekki alveg eins frumleg og fyrri myndin. (ekki við því að búast náttturlega) Alveg þess virði að horfa á:).