Leikstjóri: Roman Polanski.
Leikarar: Johnny Depp, Frank Langella, Lena Olin, Emmanuelle Seigner…etc.
Special FX: Paul Le Marinel & Liliane Rametta.

Ég veit nú ekki alveg hvort að ég megi kalla þetta hryllingsmynd en ég geri það samt og gef sjálfum mér leyfi og rökstyð það með því að imdb kalla hana hrylling. Þetta er ein af þeim myndum sem ég keypti án þess að vita neitt um hana. Ég var í árlegu ferðalagi í Svíþjóð þegar ég sá hana á rétt um 1000kr og þar sem að mér leist vel á það sem stóð aftan á hanni og ég er ekki óhrifinn af Johnny Depp né Roman Polanski þannig að ég skellti mér á hana og sá ekki eftir því þegar ég nauðgaði henni í tækið.

Dean Corso(Johnny Depp) er fenginn til að rannsaka tvær dularfullar bækur sem er hluti af þriggja bóka setti. Það sem er furðulegt við þetta verkefni er það að þessar þrjár bækur eiga að vera nákvæmlega eins og að orðrómur segir að originallinn var skrifaður af engum öðrum en djöflinum sjálfum. Skjólstæðingur Corso, sérvitur djöflafræðingur Balkan að nafni borgar honum frekar vel bara fyrir að sjá hvort að það sé einhver munur á bókunum og þar sem að Corso er peningagráðugur bastarður þá fellst hann á það jafnvel eftir að vera næstum búinn að drepa sig á því. Þegar Corso ferðast um Evrópu í leit að bókunum byrjar hann að taka eftir furðulegum hlutum og er það víst að það eru einhverjir á höttunum eftir eintaki Balkans.

Myndin byggir mest á óvissu og heppnast það frekar vel. Leikstjórnin og leikurinn er frekar góður svo ekki sé minnst á drullugott theme lag. Það eru frekar misjafnar skoðanir á þessari mynd og er ég einn af þeim fáu sem ég þekki sem kann virkilega að meta hana. Þið getið ekki búist við neinu blóðbaði né einhverjum lélegum húmor í þessari en endilega ef þið eruð óviss um hvað á að gera náið ykkur í þessa… þið sjáið örugglega ekki eftir því.

***1/2