Leikstjóri: Charles Philip Moore
Leikarar: Eric Larsson, Francine Lapensée, Rufus Norris…etc.
Special FX: Dan Frye.

Ég man þegar ég sá þessa mynd fyrst þegar ég var lítill. Ég bjó við þau fríðindi að geta horft á hvaða hryllingsmynd sem er með leyfi(og nú er ég ekki fjöldamorðingi! spáið í því!). En nóg um biturleika minn á því að hryllingsmyndum og þungarokki er kennt um alla glæpi heimsins. Ég náði mér í þessa mynd útá leigu og horfði á hana, ég var frekar vanur hryllingsmyndum og þessvegna bjóst ég ekki við neinu sérstöku(mér skjátlaðist). Ég varð skíthræddur lengi eftir þessa mynd og var ég mjög lukkulegur í gær þegar ég fann hana í safninu mínu. Ég var að ljúka við að horfa á jaa sirka klukkutíma og ég nenni ekki að klára hana… álit mitt hefur breyst svolítið síðan ég sá hana síðast.

Cory er ofsóttur af draugum frá fortíðinni þannig að hann og kærastan ákveða að fara á gamlan fjölskyldubæ eftir að Cory er búinn að finna föður sinn. Þegar þau mæta þarna slást vinir þeirra í hópinn en fá þau frekar slæmar viðtökur… þeim er sagt að snúa við og ekki fara á gamla bæinn… en Cory er þrjóskt fífl og lætur ekki bugast heldur halda þau áfram. Allt er voðalega dularfullt við komu þeirra á bæinn og bendir ýmislegt til þess að þau ættu ekki að fara inn… en eins og í öllum hryllingsmyndum þá halda þau stefnu en munu sjá eftir því.

Ef maður getur litið framhjá hrikalega lélegum tæknibrellum og leik sem hefði aldrei átt að vera myndaður þá getur maður örugglega skemmt sér ágætlega. Make-upið er frumlegt á köflum en getur verið frekar lame. Ég kláraði hana ekki alveg núna aftur en man greinilega eftir endinum sem er sá lélegasti í sögu kvikmynda. Í guðana bænum takið videoið úr sambandi þegar 10-15min eru eftir… þetta er hryllingur.

**