Ég hef farið á nokkrar óvissusýningar í gegnum tíðina og mér finnst þær mjög góðar. Að “vita ekki” á hvaða ræmu maður er að fara að sjá gerir þetta skemmtilegra. Ég og félagar mínir eru með lítið veðmál hvert skipti sem við förum á svona sýningar. Um daginn fór ég á óvissusýningu í Smárabíó og um var að ræða Star Wars II, Spider-man, Panic room (Jodie Foster) eða The Sweetest Thing(Diaz) Þegar Star Wars logoið kom upp öskruðu allir í salnum en þetta var bara trailerinn og síðan komu trailerarnir úr Panic Room og Spider-man. Svo The Sweetest thing var sýnt salnum til mikillar óánægju. En þetta er bara hluti af því að fara á óvissusýningar. Síðan annar hluti þess er að þegar maður fer í bíó á óvissusýningu hefur maður engar væntingar og þegar maður sest niður í salinn rennur maður blint í sjóinn og myndin verður skemmtilegri fyrir vikið. Persónulegga hefði ég aldrei farið á The sweetest thing(rómantísk gamanmynd) en hún var svo sem ágæt. Ég vona að þessar sýningar skipi sér sess í bíóhúsum landsins í framtíðinni.