Star Wars: A New Hope (1977) Star Wars: Episode IV: A New Hope (1977)

Leikstjóri: George Lucas
Handrit: George Lucas
Lengd: 121 mín
Framleiðendur: George Lucas, Gary Kurtz

Aðalhlutverk: Harrison Ford, Mark Hamill, Carrey Fisher, James Earl Jones, Peter Cushing, Alec Guinness, Anthony Daniels, Kenny Baker

sbs: ****/****

A long time ago in a galaxy far far away….
STAR WARS
Episode IV
A NEW HOPE

Með þessum orðum byrjaði ein vinsælasta, dáðasta og áhrifamesta kvikmyndasería allra tíma. Reyndar kostaði það sitt að hafa byrjunina svona dramatíska, George Lucas borgaði sekt og hann sagði sig úr leikstjóra samtökunum “Directors Guild” frekar en að hlýða skipunum þeirra um að byrja kvikmynda á hefðbundinni og þar af leiðandi ófrumlegri opnunar nafnalista. Þessi ákvörðun hans hefur án efa verið ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið. Þessi opnun gefur allri myndinni blæ af fornri sögu sem er ekki endilega búin. Kafli 4 af hvað mörgum? Möguleikarnir virðast endalausir. Það eitt að hafa þetta ekki fyrsta kaflann sýnir í raun hvílíkur snillingur George Lucar er í raun og veru. Með þessari saklausu setningu var hann að tryggja sér borgandi áhorfendur í bæði þeim kvikmyndum sem gerðust á eftir þessari og líka þeim sem gerðust á undan. Fólk vill auðvitað sjá byrjunina, jafnt sem endann.

En Star Wars ruddi ekki bara brautina fyrir frumlegum opnunar titlu, hún markaði byrjun ‘big-budget tæknibrellu blockbustera’. Fólk fór að gera meiri kröfur til tæknibrellna, besta dæmið um það er “King Kong” endurgerðin, hún kom út 1976 og þremur mánuðum áður en Star Wars kom í kvikmyndahús vann stóri apinn heiðursverðlaun fyrir tækni- og sjónbrellur í Óskarnum. Ef að brellurnar í upprunalegu Star Wars(ekki Special Edition) og King Kong frá 1976 er augljós munur. Brellurnar í King Kong eru frekar hallærislegar og eiga enga samleið með nútíma kvikmyndum. Brellurnar í Star Wars komu á byltingu sem er enn á fullu í dag, vegna Star Wars og fyrirtækisins Industrial Lights and Magic sem fylgdi í kjölfar hennar, getum við séð T-1000 vélmennið í öllum formum, risaeðlur í allri sinni dýrð og auðvitað uppáhaldið okkar allra, nýar verur í nýjum Star Wars myndum einsog Jar Jar Binks!

En tæknin sem var sköpuð í gerð Star Wars var samt ekki eins góð og hún varð. Lucas hafði tiltölulega lítið ráðstöfunarfé og hafði því ekki nægan pening til að gera myndina einsog hann hafði ætlað. En 20 árum seinna, 1997, var ákveðið að endurútgefa myndirnar vegna 20 ára afmæli fyrstu myndarinnar. Filman var öll hreinsuð og sum atriði voru lengd, sýnt var meira frá borgunum, tæknibrellur yfirfarnar, skepnum bætt inn og svo einu heilu atriði bætt inn. Það atriði er reyndar það eina sem hægt er að setja útá. Þegar Han hittir Jabba the Hutt. Atriðið sjálft er mjög skemtilegt og góð viðbót en það er eitthvað við Jabba, hann er svo augljóslega tölvugerður og er hálf ótrúlegt að sjá Jabba the Hutt í Special Edition útgáfunni af Star Wars árið 1997 og svo Watto og Jar Jar Binks aðeins tveimur árum seinna í “The Phantom Menace”. En ‘endurgerðin’ á Star Wars hepnnaðist samt ótrúlega vel, nýju atriðin blandast auðveldlega með öllu öðru og útkoman verður því næst að vera fullkomin.

Eitt af því alla besta við Star Wars er tónlistin. John Williams hefur gert mörg frábær score, Superman, Jaws, Raiders of the Lost Ark, Close Encounters of the Third Kind, E.T. en ekkert er jafn vel heppnað og Star Wars. Tónlistin er tilkomumikil og glæsileg og dregur áhorfandann algjörlega inn í kvikmyndina. Hún er líka stór hluti af Star Wars menningunni, það eru fáir sem geta horft á Star Wars mynd án þess að vera raulandi “DÚ, Dúú, Dú dú dú DÚ Dúú etc.”

A New Hope gegnir því aðalhlutverki að kynna persónurnar til sögu. Hetjurnar; Luke Skywalker (Mark Hamill), Han Solo (Harrison Ford), Princess Leia (Carrie Fisher), Obi-Wan Kenobi (Alec Guinness), Chewbacca (Peter Mayhew), C-3P0 (Anthony Daniels), og R2-D2 (Kenny Baker). Hvert fimm ára barn kannast við þessi nöfn, allavegana allir fimm ára gamlir strákar sem búa í vesturlöndunum. En illmenninn eru ekki síður þekkt og þekktari ef eitthvað er. ‘Vampírubaninnn’ Peter Cushing sem Governor Tarkin og auðvitað þekkja allir hinn mikla “Dark Lord of the Sith” Darth Vader, þá sérstaklega röddina sem James Earl Jones gefur honum.

George Lucas fékk lánað frá mörgum kvikmyndum, þáttum og bókum þegar hann gerði söguna. Hann hefur viðurkennt sjálfur að Japanska kvikmyndin ‘The Hidden Fortress’ frá árinu 1958 hafi verið hans aðalinnblástur. En hann fær líka lánað frá gömlu ævintýrunum með Flash Gordon og Buck Rogers, gömlum kúreka myndum og fleiru. En George náði að blanda þessu öllu svo vel saman að Star Wars er ekki að stela og kópera heldur er hún að sýna virðingu fyrir öllu því sem hún varð til úr.

En Star Wars er nákvæmlega það sem Flash Gordon og það allt var, hún er pottþétt ‘comic book’ ævintýra sýning. Almenn rök hafa ekkert að gera við svoleiðis myndir. Við mundum ekki vilja að vondukarlarnir mundu hitta alltaf, nei, við viljum að tugir stormtrooperar geti skotið og skotið en aldrei hitt neinn en einn af þeim góðu getur skotið einu skoti og tekið alla stormtrooperana út.

sbs : 14/05/2002