Blue Velvet eftir David Lynch

Þessi frábæra mynd gerist í smábæ einum í Bandaríkjunum og er aðalsöguhetjan Jeffrey Beaumont (Kyle MacLachlan) sem uppgötvar dekkri hlið á þessum smábæ. Dennis Hopper leikur geðbilaðan morðingja sem ofsækir söngkonu eina (Isabella Rossellini) og fær hana til að gera allskonar sjúka hluti fyrir sig.
Mynd þessi er gullmoli einn og er einstaklega vel leikstýrð af meistaranum sjálfum David Lynch. Stíll hans endurspeglast mjög í einstaklega flottum senum sumum í myndinni og flottum köflum sem koma verulega á óvart. Sagan er mjög djúp og pælingarverð líkt og í Mullholland Dr. nema ekki nærrum því jafn ruglingsleg, reyndar minnir myndin mjög á gamlar Film noir myndir nema með þá undantekningu að hún er nokkuð gróf á köflum. Dennis Hopper kom mér einstaklega á óvart með snilldar töktum sem mjög sjúkur einstaklingur enda hef ég ekki séð hann í mjög krefjandi hlutverkum *hóst* TCM 2 *hóst*. Kyle MacLachlan var mjög öflugur og skemmtilegur, minnti mjög á frammistöðu hans í Twin Peaks. En það sem mér fannst standa uppúr var meistaraleg frammistaða Isabellu Rossellini, ég hef varla séð jafn góðan leik á allri ævi minni, eftir þessa mynd er hún með langbestu leikkonum sem ég hef séð á allri minni ævi. En heildarniðurstaðan er sú að hér er frábær ræma á ferð sem þið megið varla missa af.
64