Queen of the Damned (2002) Queen of the Damned
Lengd: 98 mín.
Leikstjóri: Michael Rymer
Handrit: Scott Abbott, Michael Petroni
Aðalhlutverk: Stuart Townsend, Margeurite Moreau, Vincent Perez, Aaliyah
Tagline: The Mother of all vampires.
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk/Áströlsk

——————————————————————-

Kvikmyndin Queen of the Damned fjallar um vampírunna Lestat (Stuart Townsend) og skapara hans Marius (Vincent Perez). Akasha (Aaliyah), móðir allra vampýra vill að Lestat verði nýji kóngurinn sinn, King of the Damned. Lestat er söngvari í rokkhljómsveit og getur varla neitað hinni illu Akashu en hún hefur gert marga illa hluti og drepið fjöldan allan af fólki með hinum ótrúlega mætti sem hún hefur.


Ég tel mig ekki þurfa að fara nánar út í söguþráðinn á myndinni en eins og flestir vita er hún framhald af Interview with a Vampire: The Vampire Chronicles með Tom Cruise og Brad Pitt og er byggð á skáldsögum Anne Rice. Mér fannst Stuart Townsend alls ekki svo slæmur í hlutverki Lestat en aðrir leikarar voru flestir hörmulegir. Michael Rymer hefur ekki gert margar frægar myndir í gegnum tíðina en hans frægasta er sennilega In too Deep. Rokktónlistin í myndinni samin af Jonathan, söngvara KoRn var mjög góð og það var hann sjálfur sem söng í stað Stuart. í heildina er Queen of the Damned mjög óraunveruleg og léleg mynd sem ég gat ósköp lítið skemmt mér yfir og vampýrurnar voru asnalaegar. En sem betur fer var Aaliyah í miklu minna hlutverki en ég bjóst við en leikurinn hennar var alveg hræðilegur.

4/10


Lestat: “Come out, come out wherever you are”