Í ljósi þess að mér finnst alltof mikið skrifað um hryllingsmyndir og spennumyndir (örugglega útaf því að þær eru vinsælastar) þá ákvað ég að skrifa um eina ekta rómantíska gamanmynd, betur þekktar sem kellingamynd.

Myndin heitir The Mirror has Two Faces og er leikstýrt af Barböru Streisand. Já, Barböru Streisand. Ekki hlaupa öskrandi í burtu ég hef góð rök fyrir skriftum mínum. Hún fjallar um enskukennarann Rose Morgan (Barböru Streisand) sem finnst að hún eigi aldrei eftir að finna sanna ást með rétta manninn og giftast. Ekki hjálpar það sjálfsmyndinni hennar að hún býr hjá hégómagjörnu mömmu sinni (Lauren Bacall) sem finnst að Rose gerir aldrei neitt réttt. Hún hittir taugaveiklaða stærðfræðikennarann Gregory Larkin (Jeff Bridges) eftir að systir hennar (Mimi Rogers) svara einkamálaauglýsingu sem hann setti í blaðið. Gregory er á sömu hillu og Rose í lífinu en er kominn á þá skoðun að ást sé ofmetin og að fegurð sé ekkert meira heldur en eitthvað sem auglýsingar hafa búið til. Upp frá því upphefst kómísk atburðarrás þar sem Gregory og Rose finna sjálfan sig.

Plottið í myndinni er nokkuð vel gert og verður til þess að áhorfandinn trúir alveg að þetta gæti gerst, sem er nokkuð óvanalegt með rómantískar bíómyndir. Samtölin á milli persónanna er ekki þetta venjulega viltu-vera-með-mér-og-ég-er-svo-æðisleg-og-falleg heldur velúthugsaðar og fyndanr pælningar um nútímasamfélagið. Karakterarnir eru alveg ótrúlega skemmtilegir og þá sérstaklega Henry Fine (George Segal) og mamma Rose sem er orðin alveg hundleið á lífinu og sér engan tilgang í því lengur. Leikurinn er alveg ágætur, þó sérstaklega hjá Jeff Bridges og Lauren Bacall, og tónlistin passar mjög vel við myndina.

Þetta er ein af þessum myndum þegar áhorfandanum finnst hann vera betri manneskja þegar myndinni er lokið. Hún hefur ekkert menntunargildi nema það að manni líður miklu betur með lífið og sjálfan sig þegar hún er búin. Ég ætla ekki að ljúga að neinum og segja að þessi mynd sé fyrir alla því það er bara ekki satt. Þetta er alveg ekta kellingamynd og ég hvet konur á öllum aldri sem ekki eru búnar að sjá hana að skella henni í tækið. Og þið sem eruð búnar að sjá hana, sjáiði hana aftur! (og karlar, ef þið þorið að sjá hvort að ykkur líkar líka við hana, horfiði endilega á)


Hannah Morgan (mamman): “I should be dead by now not having conversation.”

Rose Morgan: “Why don't you get the coffee?”
Hannah Morgan: “I've buried a husband, I've raised two daughters. I've made my coffee.”

Rose Morgan: “I just can't eat a cheeseburger in the middle of the day anymore. Doesn't it make you bloated?”
Doris: “Bloated? No, I thought it went rather nicely with the spare ribs I had for breakfast.”

Gregory Larkin: “You don't use make-up.”
Rose Morgan: “What's the point? It'd still be me, only in color.”

Henry Fine (talandi um fyrrverandi kærustur sínar): “I don't date these women for their minds. I gave one a copy of Farewell to Arms. She thought it was a diet book.”

Claire (um eiginmanninn sinn, sem leikinn er af Pierce Brosnan): “If he weren't gorgeous, rich and straight, I wouldn't even have bothered.”

RoMpE