Jæja, ég fékk nú í gær að fara á Nexus forsýningu á þessum næsta kafla Star Wars sögunnar. Eftir hörmungina Episode I var maður ekki að búast við alltof miklu af þessari mynd. En þegar textinn skreið yfir geiminn byrjaði Star Wars fílingurinn að flæða í gegn um mann eins og hann hafði alltaf gert í hverri Star Wars mynd. En þessi mynd hélt honum áfram. Í gegn um myndina fann maður fyrir gríðarlegum spenningi.

Ástarsagan milli Anakins og Amidölu voru ekki nálægt því jafn slæm og þau virtust í Forbidden Love trailernum. Þau sýndu Anakin vel, hvernig hann elskar Amidölu en veit að hann yrði að fórna lífi sínu sem Jedi ef að þau vildu halda sambandi.

Myndin er mjög fyndin, almennilega fyndin, ekki barnahúmor Episode I. Það er náttúrulega ekki hægt að losna við Jar Jar en hann fær aðeins um þrjár mínútur í myndinni svo að maður tekur eiginlega ekkert eftir honum. Þessi mynd er launfyndin, sérstaklega þegar ****SPOILER**** Yoda barðist glæsilega með geislasverði, sigraði óvininn og tók þá aftur upp stafinn sinn og byrjaði aftur að haltra. Allur salurinn hló. ****SPOILER BÚINN****

Myndin er, eins og allar Star Wars myndir eru, með glæsilegum tæknibrellum. Þegar maður sér þessa risastóru bardaga, þúsundir skipa, vélmenna, klónahermanna og Jedi-riddara að berjast þá áttu eftir að gapa og gleyma tíma og rúmi.

Leikurinn er miklu skárri en í Episode I. Ewan McGregor leikur vel Obi-Wan ágætlega og Hayden Christensen var miklu skárri en trailerarnir gáfu til kynna. Hann sýnir vel innri baráttu Anakins. Natalie Portman er líka skárri en í Episode I en Christopher Lee stórkostlegur sem hinn illi Count Dooko. Sá leikari leikur glæsilega “vondu karla”, en hann lék einnig Saruman í Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring.

Helstu gallar myndarinnar voru að það vantaði alveg svona stórt geimbardagaatriði í Starfighterum. Það var eitt lítið atriði þegar Obi-Wan og Jango Fett börðust en það hafði bara tvo Starfightera. (Hvernig á maður að þýða þetta orð?) Línurnar milli leikara voru ekkert alltof flottar heldur. Þetta eru þó alger smáatriði.

Allt í allt, frábær mynd. Í mínu áliti, besta Star Wars myndin á eftir The Empire Strikes Back. Fjórar stjörnur af fjórum frá mér. ****/****
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane