Superman (1978) Leikstjóri: Richard Donner
Handrit: Mario Puzo, David Newman, Leslie Newman
Lengd: 143 mín
Framleiðendur: Pierre Spengler
Aðalhlutverk: Christopher Reeve, Marlon Brando, Gene Hackman, Margot Kidder, Ned Beatty, Jackie Cooper, Glenn Ford, Phyllis Thaxter

sbs: ****/****

Fyrsta og að margra áliti besta ‘big-budget’ ofurhetju kvikmyndin sem kom út er Superman. Með ráðstöfunarfé uppá 55 milljónir dala, reyndar tók Marlon Brando 4 milljónir fyrir hlutverk sitt sem Jor-El, faðir Supermans. Myndin kom út árið 1978 og setti fram þann mælikvarða sem næstum allar ofurhetju kvikmyndir sem fylgdu kjölfarið hafa verið dæmdar eftir.

Myndin byrjar á að kynna fyrir okkur Metropolis, ca 10 ára strákur les upp úr Superman myndasögu blaði, svo kemur nafnalistinn. Marlon Brando kemur á undan öllum enda var það víst stór partur af samningnum hans. Með því að koma fram í Superman ruddi hann braut tugum virtra leikara, það var alltílagi að koma fram í ‘comic book’ myndum, Gene Hackman, Jack Nicholsen, Warren Beatty, Al Pacino, Dustin Hoffman og fleiri léku það eftir. Gene Hackman er næstur enda frægari en titilhlutverkið sjálft, hann ákvað að leika í myndinni eftir að Brando skrifaði undir samninginn, svo loks kemur ‘SUPERMAN’ á eftir því kemur Christopher Reeve sem leikur Superman.

Loks byrjar myndin. Jor-El er að rétta yfir þremur glæpamönnum, þeir eru dæmdir sekir og settir í einhverskonar plötu frá geimnum(sjá nánar í Superman II). Eftir réttarhöldin reynir Jor-El að fá aðra háttsetta einstaklinga á plánetunni Krypton til að trúa því sem hann hefur komist að. Krypton mun eyðileggjast eftir örfáa daga en enginn vill trúa honum, hann segir að það séu mistök en að hvorki hann né kona hans muni yfirgefa plánetuna. En hann ákveður samt að senda son sinn, Kal-El til plánetu í öðru stjörnu kerfi sem er langt-langt í burtu, til Jarðarinnar. Hann er settur í lítið geimskip og strax og það er komið í geiminn springur Krypton.

Ferðin til jarðar tók nokkur ár, allan tímann talar hlustar Kal-El á upptökur af Jor-El þar sem hann kennir honum alla þá visku sem hann hefur á að bjóða. Þegar ferð hans er á enda brotlendir hann á jörðinni, þar er hann tekinn af Kent hjónunum(Glenn Ford og Phyllis Thaxter). Þau ala hann upp einsog hann væri þeirra eigin sonur. Við kynnumst aðeins uppvaxtarárum Jor-El, sem heitir núna Clark Kent. En þegar fósturpabbi hans deyr fer hann til norðurheimskautsins til að finna sjálfan sig. Þar finnur hann virki einsemdarinnar eða ‘fortress of solitude’ sem er gert úr kristulum og ís. Þar er hann 13 ár til að læra um sögu Krypton og Jarðar. Hann kemur svo út úr virkinu 13 árum síðar fljúgandi í Superman gallanum fræga. Hann fer til stór borgarinnar Metropolis og gerist fréttamaður í The Daily Planet. Þar sem hann fellur fyrir Lois Lane, því miður hefur hún lítinn áhuga á Clark en hún verður yfir sig ástfanginn af Supermann.

Vondi karlinn er Lex Luthor, leikinn frábærlega af Gene Hackman, Lex planar að eyða Kaliforníu og gera sig að ríkasta manni í heimi. Lex er ekki beint ógnvekjandi illmenni. Sérstaklega ekki þegar aðstoðarmaður hans Otis (Ned Beatty) er nálægt. Lex er á egótrippi alla myndina og er meira ‘comic relief’ heldur en hinn illi vondi karl.

Christopher Reeve er mjög góður sem Superman/Clark Kent. Það er reyndar lítill munur á þessum tveim persónum, Clark Kent talar í aðeins hærri tónhæð, hann hefur akurat ekkert sjálfstraust og gengur klaufalega um á meðan að Superman talar með sterkri röddu og geislar af sjáfstrausti og stendur beinn í baki, -bæði lóðrétt og lárrétt. Clark gengur líka með ofurstór svört gleraugu sem hylja stóran hluta af andltinu hans en það er samt ótrúlegt að skylja hvernig enginn fattar að þetta sé sama manneskjan.

Það er svolítið erfitt að hugsa út í hina leikarana, ég er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna “Lois & Clark: The New Adventures of Superman” og nær allir leikararnir þar eru miklu betri en leikararnir í þessari mynd. Lane Smith og Justin Whalin eru miklu skemtilegri heldur en Jackie Cooper og Marc McClure sem Perry White og Jimmy Olsen en það augljósasta er samt Lois Lane. Eftir að hafa séð Teri Hatcher leika Lois er erfitt að horfa á Margott Kidder leika hana.

Tækni- og sjónbrellurnar sem unnu heiðursverðlaun í Óskarnum, eru flottar miðað við mynd frá 1978 þó að þær séu frekar hallærislegar á köflum. En það er líka eitt það sem gerir myndina svona góða. Tæknibrellurnar eru góðar en samt ekki svo góðar að þær skyggi á allt annað.

Eitt það allra flottasta við myndina er tónlistin, John Williams sem hefur gert mörg bestu kvikmyndaþem í kvikmyndasögunni, Jaws, Star Wars, Raiders of the Lost Ark, Close Encounters of the Third Kind, E.T., og Superman. Superman þemaið er einstaklega vel heppnað og dregur áhorfandann vel inní söguna.

Superman er frábær mynd, hún hefur sína galla en hefur líka pottþétta sögu eftir engan annan en Mario Puzo, betur þekktur fyrir aðra sögu sem hann gerði um mafíu fjölskyldu sem nefnist ‘The Godfather’. Hún er vel leikstýrð af Richard Donner (Lethal Weapon, The Omen). Allt það góða nær að láta mann gleyma göllunum og svo verður maður líka að muna eitt. Þetta er ævintýramynd og hefur ekkert pláss fyrir ‘raunveruleikann’.

sbs : 07/05/2002

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Superman">sbs.is</a