True Romance (1993) Leikstjóri: Tony Scott
Handritshöfundar: Quentin Tarantino
Framleidd af: Morgan Creek Productions, August Entertainment
Aðalhlutverk: Christian Slater, Patricia Arquette, Dennis Hopper, Val Kilmer, Gary Oldman, Brad Pitt, Christopher

Walken, Bronson Pinchot, Samuel L. Jackson, Michael Rapaport, Saul Rubinek, Conchata Ferrell, James Gandolfini,

Anna Levine, Victor Argo
Lengd: 120 mínútur


Christopher Walken hann á eitt atriði í þessari mynd, þvílikt atriði!
Myndin fjallar um Clarence Worley (Christian Slater) hann hittir gleðikonu sem er Alabama Whitman (Patricia

Arquette). Þau verða strax ástfanginn við fyrstu sín og ákveða að gifta sig snemma eftir það. Eftir brúðkaupur

ákveður Alabama að losa sig við vændið. Clarence fer að segja Drexl Spivey (Gary Oldman), að Alabama sé hætt að

vinna fyrir hann. Drexl sættir sig alls ekki við það og endar samkoma þeirra með blóðugu uppgjöri þeirra tveggja

þar sem hann Clarence skilur Drexl eftir í blóði sínu. Eftir átökinn tekur Clarence tösku sem hann hélt að föt

Alabama væru í, en seinna kemur í ljós að taskan er full af kókaíni. Þau halda til Hollywood og ætla að selja

kvikmyndaframleiðenda efnið. Mafíósinn Vincenzo Coccotti sem er leikinn af Christopher Walken fréttir af þessu,

ekki ætlar hann að láta þau komast í burtu og endar þetta allt með ósköpum.

Christopher Walken á eitt atriði í þessari mynd *úff* eins sumir segja djöfulsins snilld!
skrýtið að sjá joe dirt þar sem mætti halda að hann væri ný reyktur og svo í þessari mynd þar sem hann er með

brútalari gaurum sem ég hef séð.

Einnig á Dennis hopper, Brad pitt og jafnvel Christian slater mjög gott hrós fyrir leik sinn í myndinni.
Brad pitt er snillingur í myndinni, kíkjið á hana næst þegar þið takið ykkur mynd á leigu!

damage: ***+/****
imdb.com: 7,5/10
Roger Ebert: ***/****