Ég og vinur minn ákváðum fyrir stuttu að taka myndina The Legend með Jet Li. Við vissum ekkert um hana en ákváðum samt að taka hana vegna þess að hún er með Jet Li, og framan á henni stendur „Nonstop Jet Li Action“ Hér er smá umfjöllun um hana.

The Legend (aka Fong Sai Yuk)
Framleiðsluár: 1993
Leikstjóri:Corey Yuen(minnir að hann hafi framleitt líka)
Handrit: Kung-Yung Chai og Kin Chung Chan
Leikarar: Jet Li, Josephine Siao, Kong Chu, Michelle Reis og Sung Young Chen.

Sagan segir frá Fong Sai Yuk(Jet li) sem hefur lært kung fu frá móður sinni(Josephine Siao)sem á sér dularfulla fortíð. Faði hans(Kong Chu) er meðlimur í Rauða Blómafélaginu (the red lotur flower society) sem hétu því að steypa hinum illa Manchu keisara af stóli. Manchu sendir þá ríkistjóra sinn til þess að ná í og varðveita lista sem inniheldur nöfn þeirra sem í rauða blómafélaginu eru.

Myndin fjallar um ást og illum keisurum. Það er eins og að myndin hafi verið gerð á ensku, talsett yfir á Japönsku og svo aftur yfir á Ensku. Jet Li leikir bara ágætlega miðað við hvernig hann leikur venjulega og er skrýtið að sjá hann brosa út heila mynd.
A