The Rocky Horror Picture Show (1975) Leikstjóri: Jim Sharman
Handrit: Richard O'Brien, Jim Sharman
Lengd: 95 mín
Framleiðendur: Michael White, John Goldstone
Aðalhlutverk: Tim Curry, Susan Sarandon, Barry Bostwick, Richard O'Brien, Jonathan Adams, Nell Campbell, Peter Hinwood, Meatloaf

sbs
***+/****

Þegar Brad (Barry Bostwick) og Janet (Susan Sarandon) trúlofast ákveða þau að fara í leiðangur. Þau stefna til manns sem kenndi þeim í gamla daga en á leiðinni til hans springur dekkið á bílnum þeirra. Þau vita ekkert hvar þau eru en taka eftir stóru húsi sem fólk mótorhjólum fer að og kemur frá. Þau fara að húsinu og banka. Mistök? Í húsinu býr mikill vísindamaður, Dr. Fank-N-Furter, aðstoðarfólk hans og aðdáendur. Frank hefur verið að búa til veru sem hann kallar Rocky, fullt nafn Rocky Horror. Frank ætlar Rocky það hlutverk að losa um spennuna í honum. Brad og Janet fóru inn í húsið saklaus og ‘eðlileg’ en það líður ekki að löngu fyrren þau eru komin í ‘kinky’ leður galla syngjandi um sinn eigin kynþokka.

The Rocky Horror Picture Show er án efa sú eina sinnar tegundar. Hvað höfum við séð í raun margar B-hryllingmynda söngleiki? Sagan sjálf er komin úr söngleiknum ‘The Rocky Horror Show’ eftir Richard O’Brien(sem leikur Riff Raff). Söngleikurinn var vinsæll en engum gat órað fyrir vinsældir kvikmyndarinnar. Núna eru um 27 ár síðan kvikmyndin var frumsýnd og hún er enn í sýningum í kvikmyndahúsum víða um heim. En engin kvikmynd hefur verið sýnd oftar í bíó. Ástæðan fyrir velgengi myndarinnar er án efa því að áhorfendur taka þátt í ‘showinu’. Víðsvegar um heiminn mæta aðdáendur í búningum í bíó og syngja og dansa með í sölunum(ég verð pirraður þegar fólk fer að klappa í bíó, ég veit ekki hvað ég mundi gera ef einhver færi að dansa!).

Myndin er ekki góð á venjulegum stöndurdum. Hún er 100% B-mynd en hún hefur svo margt á að bjóða. Hún er ótrúlega frumleg, blandar saman gömlum sci-fi, grín, hryllings og söngvamynum. Það er mikið af skemtilegum lögum, sem öllum er velkomið að syngja og dansa með auðvitað, einsog Science Fiction/Double Feature, Sweet Transvestite, Time Warp og Rose Tint My World.

Tim Curry er frábær, einsog hann er reyndar oftast, í háhæluðum skóm, með þykkan augnskugga og rauðan varalit sem Dr. Frank-N-Furter. Susan Sarandon og Barry Bostwick eru fín sem Janet og Brad og flestir af aukaleikurunum eru skemtileg, þar á meðal er Meatloaf mjög skemtilegur.

En hvort sem þér líkar The Rocky Horror Picture Show eða hatar hana útur lífinu er alveg augljóst að þú munir aldrei sjá aðra eins kvikmynd, allavegana ekki í bíó!

sbs : 07/05/2002