Re-Animator ( Leikstjóri: Stuart Gordon.
Leikarar: Jeffrey Combs, Bruce Abbott, Barbara Crampton…etc.
Special FX: Anthony Doublin & John Naulin.

Vægast sagt furðulegi læknirinn Herbert West er kominn með lækningu við dauðanum. En eins og venjlega þá eru þeir sem fá þessa “lækningu” ekki alveg eins og þeir voru. Greyið fólkið sem hann West vekur upp frá dauðum verða að blóðþyrstum afturgöngum. West fær með sér í lið læknanema að nafni Dan Cain eftir að hafa sýnt fram á ágæti rannsókna sinna. West vekur upp köttinn hans Dan og eftir frekar fyndið atriði eru þeir farnir að vinna saman að þessu. En það er líka alltaf vondi kallinn, Dr. Hill er kennari við skólann sem þeir ganga í og er hann lítt hrifinn af West og reynir hann að stela uppgötvun hanns og endar það allt frekar skrautlega.

Jeffrey Combs(The Frighteners, Castle Freak) er alltaf sami snillingurinn og er þessi mynd troðfull af húmor svo ekki sé minnst á flott zombie atriði.

***