Ég veit að það er nýbúið að gera grein um þessa mynd en ég bara verð að skrifa um hana líka.

Leikstjóri:Paul Anderson
Aðalhlutverk:Milla Jovovich, Michelle Rodriguez, Eric Mabius og James Purefoy
Tagline:A secret experiment. A deadly virus. A fatal mistake.
Handrit:Paul Anderson

Jæja ég sá þessa mynd loksins í gær(4.maí)eftir að hafa beðið eftir henni síðan 1998. Plottið í þessari stórgóðu skemmtun er það að stórfyritækið Umbrella er kynnt til sögunnar sem stærsta fyritæki í heimi og skýrt frá framleiðslu þeirra sem er að stærstum hluta lyf en svo er líka sagt frá ólöglegum tilraunum þeirra í neðanjarðarbyrgi sem kallast “Búið” eða “The Hive” og þessar tilraunir þekkja allir sem spilað hafa leikina en þetta eru tilraunir með efnavopn og fleiri ljóta hluti. Í Byrjun myndarinnar sjáum við fólk við störf í Búinu og þegar ofurtölva sem stjórnar öllu brjálast og lætur öllum illum látum er sér þjálfuð hersveit send inn til að slökkva á henni.
Ég sá þessa mynd og vonaði að þetta yrði ekki bara önnur misheppnuð tilraun til að setja tölvuleik yfir á hvíta tjaldið og ég var bænheyrður, þetta var kannski ekki nein óskarsverðlauna mynd en kannski er ástæðan fyrir því að ég hafði gaman að henni var að ég hafði spilað leikina aftur á bak og áfram í orðsins fyllstu merkingu og kannski er myndin bara gerð fyrir aðdáendur þótt svo er þá svínvirkaði hún fyrir mig.

***1/2 af *****
EKKI LESA LENGRA EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI SÉÐ MYNDINA.(SPOILER)

Það voru mörg góð bregðu atriði í myndinni og já ég kipptist oftar en ekki við og stundum var ég alveg að fara á taugum af spenningi eins og þegar Rain (Michelle Rodriguez) fann fyrsta uppvakninginn skaut hann og rétt á eftir sér maður einn dúdda sem er fótbrotinn(sem var þokkalega flott)með brunaöxi að læðast aftan að þeim eða þegar þau voru að reyna opna hurð þegar hellingur af þessum kvikindum voru á eftir þeim og J.D.(Pasquale Aleardi) tókst loks að opna hurðina og sagði “Did you see how easy that was” þar fyrir innan voru ábyggilega 40 uppvakninar rifu hann í sig, þar hélt ég að hjartað í mér væri hætt að slá.
Leikstjórinn gerði þetta að mikið betri mynd en ég bjóst við og ber þar að nefna t.d. atriðið þegar Rain fær mótefnið og ég hugsaði með mér “oooh, þetta verður svona touchy Kana atriði þar sem allir lifa af” en nei nei, tveim mínútum seinna breytist hún í uppvakning þannig að þetta var ekki beinlínis Disney útgáfa þar sem allir lifa af og nægir bara að benda á endir myndarinnar sem býður alveg uppá framhald.
Fyrir þá sem spilað hafa leikina má nefna nokkra persónur sem voru færðar yfir í myndina eins og Matt(held það hafi verið hann) sem var svikarinn í myndinni var svipaður Albert Wesker úr fyrsta leiknum sem sveik félaga sína úr löggunni, svo var það Lisa systir Spencer sem ætlaði að stela vírsnum má líkja við Ada Wong sem var í leik númer tvö eini munurinn á þeim var að Ada ætlaði að stela veirunni fyrir sitt eigið fyrirtæki og síðast en ekki síst þá var heilmynd ofurtölvunnar byggð eftir dóttur aðalforritarans og var mér þá strax hugsað til Sherry Birkin úr leik númer tvö sem var dóttir William Birkin sem var aðal prófessorinn sem vann að veirunni fyrir Umbrella.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.