The Return of The Living Dead (1993) Leikstjóri: Dan O'Bannon.
Leikarar: Thom Mathews, James Karen, Linnea Quigley…etc.
Special FX: ????

Freddy er nýbyrjaður að vinna á lager hjá frænda sínum. Frændi hans, Frank, segir honum söguna af því að allt sem gerðist í Night of The Living Dead hafi verið satt. Til að sanna mál sitt sýnir Frank honum lík af afturgöngu sem hafði óvart verið sent til þeirra. Eftir að frændafíflið slær í tunnuna þar sem líkið er geymt streymir út úr henni gas sem vekur allt dautt aftur til lífs… Heppnin er ekki með þeim því að eftir að þeir halda að búið sé að redda málunum þá er krikjugarður beint við hliðina(týpískt ha?). Freddy og Frank verða smátt og smátt veikari af gasinu og virðist ekki vera nein leið að komast í burtu. ALLIR í kirkjugarðinum vöknuðu upp og er heill her af afturgöngum fyrir utan.

Flottar afturgöngur en ég verð að vera sammála vini mínum honum vefstjóra House of Horrors að ég er ekki að fíla afturgöngur sem geta hlaupið og talað. Þetta er eina myndin sem maður getur litið framhjá þeim stóra galla. Það vantar ekki spaugið í þessa og endirinn er frekar flottur.

***1/2