The Mask (1994)
The Mask (1994)

Leikstjóri: Chuck Russel
Handrit: Michael Fallon, Mark Verheiden
Lengd: 97 mín.
Aðalhlutverk: Jim Carrey, Cameron Diaz, Peter Riegert

Myndin fjallar um bankamanninn Stanley Ipkiss sem leikinn er af Jim Carrey. Stanley finnur grímu sem hann lætur á sig og þá breytist hann í mann með grænt fés sem hefur skemmtilega hæfileika og kímnigáfu. Hann fer á Coco bongo klúbbinn sem er í eigu mafíósa sem hann lendir svo í átökum við þegar hann verður ástfanginn af Tinu Carlyle (Cameron Diaz) sem er kærasta mannsins sem stjórnar klúbbnum. Löggan er á eftir Stanley því hann rændi banka á liðinni í klúbbinn. Myndin endar þannig að Stanley er ekki hent í fangelsi því að hann stöðvaði glæpamennina frá því að sprengja upp klúbbinn og að stjórnandi klúbbsins bar grímuna og því bentu sjónar vottar á hann sem Grímumanninn. Jim Carrey sýnir snilldartakta sem grímumaðurinn í þessari mynd bæði hvaða varðar dans og leik. Þessi mynd er ein af þessum klassísku gamanmyndum sem Jim Carrey hefur gert að meistaraverkum. Cameron Diaz sýnir líka fínan leik og passar alevg inní hlutverk sitt.

Mjög góð gamanmynd, fær

***+ / *****
3 1/2 af 5 stjörnum

Kveðja,
The Snowman