The Thing (1982) Leikstjóri: Joh Carpenter.
Leikarar: Kurt Russel, Wilford Brimley…etc.
Special FX: margir…

Myndin gerist á heimskautarsvæðunum(hvorum? man ekki) í útvarðarstöð. Macready, söguhetjan er þar ásamt nokkurm öðrum harðjöxlum sem eyða vetrinum þar. Eftir að, það sem virðist brjálaðir norðmenn drepa næstum einn þeirra við það að reyna að drepa hundsgrey þá fara hlutirnir að breytast. Þeir verða vitni að einhverju ómennsku. Hundurinn var í raun og veru geimvera sem getur tekið á sig nákvæmt form allra lífvera. Eftir að þeir drepa veruna virðist allt í góðu en svo fara nokkrir þeirra að haga sér undarlega. Enginn veit hverjum má treista og hver er í raun geimveran. Enginn treystir neinum og eru ekki allir eins og þeir sýnast.

Þetta er ein sú sígildasta hryllingsmynd sem til er. Hún er spenna frá upphafi til enda og maður er alltaf að spurja sjálfan sig hver er í raun í lagi þarna. Þetta er mynd sem allir hryllingsmyndamenn eiga að koma í safnið.

****