Day of The Dead (1985) Leikstjóri: George A. Romero.
Leikarar: Lori Cardille, Terry Alexander…etc.
Special FX: Tom Savini.

Myndin gerist í neðanjarðarskýli sem er því miður ein af þeim fáu svæðum þar sem líf er eftir. Afturgöngurnar hafa tekið yfir jörðina og nú eru aðeins fáar manneskjur eftir sem vinna að því hvort hægt sé að finna leið til að stoppa þetta. Ekki eru allir sammála um það hvernig á að fara að hlutunum þarna niðri og leiðir það að persónulegu stríði á milli vísindamannana og hersins, sem er ekki gott þegar þú getur ekki farið neitt. Hóparnir verða þó að lifa saman og halda þau áfram sinni leit af lífi. Dr. Logan eða “Frankenstein” er sérvitur og frekar bilaður vísindamaður sem hefur komist að því að það er hægt að kenna afturgöngunum að gera hluti sem þau gerðu meðan að þau voru á lífi. Þá kynnumst við flottasta zombie sem til er “Bub” sem þið sjáið framan á coverinu. En er þetta að bjarga einhverju?

Besta Romero myndin að mínu mati. Tom Savini kemur með besta make-upið sitt til dags og eru afturgöngurnar vægast sagt mjög flottar. Þessi mynd er mun dimmari og mikklu meira ógnvekjandi en fyrri myndirnar og tókst vel til að ljúka trílógíuni.

****