Dawn of The Dead (1979) Leikstjóri: George A. Romero.
Leikarar: David Emge, Ken Foree…etc.
Special FX: Tom Savini.

Myndin hefst á því að það er búi að lýsa yfir neyðarástandi vegna þess að þeir nýlega dauðu neita að vera dauðir. Allt herlið er kallað út til þess að reyna að uppræta þessu en ekkert gengur það eru alltaf fleiri. Fjórar manneskjur átta sig á því að það þýðir ekkert að vera að hangsa þannig að þau grípa tækifærið og flýja í þyrlu. Þau vita ekkert hvert þau eru að fara en enda á því að setjast að í verslunarmiðstöð. Þau koma sér fyrir og byrja á því að reyna að losa sig við afturgöngurnar sem eru inní verslunarmiðstöðinni en það á ekki eftir að vera eina vandamálið þeirra. Þetta ástand hefur vægast sagt ekki góð áhrif á sálarlíf þeirra og er ekki allt sem sýnist.

Þetta er zombie klassík frá engum öðrum en George A. Romero og þarf varla að segja mikið um make-upið því að Tom Savini sér um það. Frekar mögnuð mynd sem að allir zombie fans eiga að sjá.

***1/2