SPIDER-MAN

Leikstjóri: Sam Raimi
Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Willem Dafoe, Kirsten Dunst, James Franco o.fl.

Þetta er ekki beint umfjöllun um myndina.

Þetta var ekki ein af þeim bíóreynslum sem fara í uppáhald hjá mér. Í fyrsta lagi að þá var einum of mikil drama í myndinni. Svo mátti Spider-Man varla spinna vef og þá voru allir byrjaðir að klappa í salnum, alveg fáránlegt! Það vantar alla tónlist í myndina, eitthverja almennilega allavega. Hasarinn hefði mátt vera flottari og mun meiri. Um leið og eitthvað almennilegt fór að gerast að þá kom eitthver fáránleg tónlist eða engin yfir höfuð. Ég, sem er mikill Spider-Man áhugamaður, hef mun meira gaman af því að horfa á þættina. Þetta var alger stelpu- og barnamynd!
Ég verð nú samt að játa að ég hló þónokkrum sinnum að henni, ágætis húmor í myndinni. Ég er líka alveg rosalega fúll yfir World Trade Center atriðinu sem var klippt út, geðveikt svalt atriði sem var sýnt í fyrsta trailernum. Trailerarnir gáfu það til kynna að þetta væri rosa hasarmynd með flottri tónlist.

Þegar ég fer næst í bíó, að þá ætla ég að segja að myndin sé örugglega ömurleg, þannig verð ég kannski ekki jafn svekktur, og þar með skrifa ég ekki svona “down” grein.

Hún fær ** af *****