Resident Evil(Snilld eða.........................) Ég lenti í því um daginn að sjá Resident Evil með félaga mínum á sérstakri forsýningu hjá skólanum okkar í nýja bíói í keflavík. Við byrjuðum á því að fara í tíu ellefu og kaupa popp og pepsi því poppið í því bíói skal varast með öllum tiltækum ráðum það er með öllu óætt. Og Dýrt. En þetta var nú smá úturdúr. Ég í góðum gír með popp og pepsi, sé millu vakna í sturtu. Voða gaman. svo fer hún út og svo allt í einu (VARÚÐ GÆTI SPILLT) kemur kall úr gluggatjöldunum og grípur í hana. Mér brá svo svakalega en það var nú ekkert miðað við félaga minn sem hoppaði hæð sína og var hálfgerlega í sjokki. En hvað um það.
(NÚ MÁ LESA AFTUR)
Ég verð að lýsa yfir mínum ánægjum með þessa frábæru mynd, og þar sem ég hef spilað alla leikina(Resident Evil 1, 2 og Nemesis, ekki þetta gun survivor og það allt) Var ég verulega ánægður þegar myndinni lauk. Milla Jovovic(eða eitthvað) og Michelle Rodrigez sem harðsoðnar ofurgellur sallandi niður hálfdauða einstaklinga með stæl. Undir leikstjórn hins Enska Paul Andreson sem einnig skrifaði handritið er þessu öllu pakkað saman í 100 mínutur. Svo er einnig skemmtilegt plot í myndinni. En ég verð að segja að ég hefði viljað sjá Karakterana úr leikjunum s.s. alla Redfield fjölskylduna. Ég veit að þessi mynd er ekki óskarsverðlauna efni en hún er geðveikt vel gerð finnst mér og hin besta skemmtun.

8/10
A