Scorpion King = LOL  (spoiler) Ég verð að segja að þegar ég var að ganga út úr salnum á þriðjudagskvöldið gat ég ekki hugsað annað en þetta - LOL.
Rock er alveg hreint hræðilegur og í byrjunarsenunni er hann bara að sýna einhver fjölbragðaglímutök, en alltígúddí, myndin er ein af
þessum týpísku hasar-b-myndum-sem-er-bara-ágætis-afþreying-!

Þarna er mikið af “stolnum” eða frekar lánuðum atriðum sem ég tók
eftir.

1. Hann er að flýja undan einhverjum vörðum í kvennabúri vonda kallsins og heggu þá niður svona kínverskt “gong” og notar það sem skjöld áður en hann hendi sér út af svölum (Indiana Jones-Temple of
Doom).

2. Í lokasenunni er vondi kallinn með sverð og stingur þeim ofan í
einhverja skál með logandi olíu og fær þá “geislasverð” (Star Wars
1, 2 og 3).

3. Svo hendir vondi kallinn glóð framan í hann (Lion King).

4. Rock og svertinginn eru að fara að berjast og slá saman sverðum
sínum sem fara bæði í tvennt og þeir eru “out of ammo” (Neo slæst
við Agent Smith í Matrix á lestarstöðinni).

5. Þegar vondi kallinn er að athuga hvort að seiðkerlingin gull-
fallega hafi misst gáfurnar sínar og lætur hana stinga höndunum ofan í leirker. Leirkerin eru 6 og snákar í 4 þeirra. Og hún má
náttlega ekki vera bitin. (Þetta er hálfgerð rússnesk rúlletta, eins og í Deer Hunter og viti menn, hún notar einn snákinn við að sleppa eins og Robert DeNiro gerði í myndinnni).



Annars mæli ég með myndinni ágætis hasar **1/2 af ****