Einmitt þegar ég var farinn að halda að eingum langaði til þess að gera kvikmyndir um svala löggu þá kom Shaft eins og þruma úr heiðskýru lofti og breitti því.
Shaft segir frá löggreglumanninum John Shaft og hvernig hann berst gegn ranglæti og kynþátta hatri, með hjálp góðra vina, fallegra kvenna og kaldhæðni dauðans. Það var eiginlega orðið of langt síðan sem mynd sem þessi var gerð og er hún uppfull að öllu sem mynd af þessu tagi þarf að príða. Það er fátt annað jafn gaman eftir sumar sem var nær fullt af ömurlegum myndum að sjá að þeir í Hollywood séu farnir að horfa aðeins aftur til fortíðar og nota gamlar hugmyndir. Gamalt er gott.
Þessi mynd er fyrir alla.