Panic Room Ég fór á óvissusýinguna í smárabíó nú daginn og fékk ég ásamt fullum sal af fólki að sjá Panic Room sem er nýjasti spennutryllir David Fincher.

Panic Room fjallar um mæðgur sem kaupa risa stórt hús í miðri Manhattan. Eitt herbergjana er minna en gefur til kynna út frá stærð hússins en Meg Altman (Jodie Foster) móðirin er glögg og tekur eftir hlutföllunum, henni er tjáð að auka herbergi leynist í veggnum sem er kallað “Panic Room” (örvændingarherbergi) eða eins konar verndarherbergi en það var hannað ef innbrotsþjófar skyldu brjótast inn í húsið. Fer svo að innbrotsþjófar brjótast inn í húsið þegar mæðgunar hafa flutt inn en ná þær að komast inn í verndarherbergið og ætla sér að bíða þar uns þjófarnir fara út úr húsinu þeirra, en brátt komast þær að því að það sem innbrotsþjófarnir vilja er í verndarherberginu.

Myndin byrjar snöggt og kemur Fincher sér fljótt að efninu. Fyrri hluti myndarinn er frekar persónusköpun eða alla vega fáum við að kynnast þjófunum mjög vel og að mínu mati einum of vel því þeir urðu að hálfgerðu athlægi. Það sem ég á við er að við kynntumst vondu köllunum of vel til þess að finna fyrir spennu þegar mæðgunar eru að flýja undan þeim. Jodie Foster stendur sig ágætlega en fannst mér Jared Leto standa sig best í sínu hlutverki, hvað varðar restina af leikaraliðinu þá voru þau fín. Myndatakan var mjög flott og var það sérstaklega hún sem einkenndi myndina en það voru mjög mörg “CSI” skot (líkt myndatökuni í CSI þáttunum á Skjá 1). Myndin í heild sinni nær aldrei að vera nógu spennandi en hvernig hugmyndin er útfærð og hvernig hlutirnir þróast þegar líða tekur á myndina er virkilega vel gert.

Panic Room er fínasta mynd sem alveg þess virði að fara í bíó á því David Fincher bregst aldrei aldrei áhorfendum né aðdáendum sínum.