Donnie Darko DONNIE DARKO
Lengd: 112 mín.
Leikstjóri: Richard Kelly
Aðalhlutverk: Jack Gyllenhaal, Holmes Osborne, Maggie Gyllenhaal,
James Duval
Handrit: Richard Kelly
Tegund: Drama, Fantasía, Ráðgáta, Rómantísk
Framleiðsluár: 2001
Tagline: Dark, Darker, Darko
Bandarísk



Dularfulla kvikmyndin, Donnie Darko kom út í lok ársins 2001. Myndin gerist árið 1988 og fjallar um Donald Darko (Jack Gyllenhaal) sem á við ókunn geðræn vandamál að stríða. Þrátt fyrir það gengur hann í skóla en þarf að taka lyf reglulega. Eina nóttu gengur hann í svefni og fer út. Þar hittir hann risakanínu sem fer með hann að golfvelli. Daginn eftir er hann svo vakinn af nágranna sínum sem var að spila golf. Þegar hann kemur svo heim til sín sér hann að hreyfill af flugvél hefur hrapað í herbergi hans og húsið er mjög skemmt þó að hinir 4 fjölskyldumeðlimirnir séu heilir á húfi. Donnie hittir risakakanínuna, Frank sem er þó bara ýmindun nokkrum sinnum oftar eftir þetta. Donnie fer að spá mikið í kynlífi og stelpum og verður hrifinn af einni sem heitir Gretchen. Fleiri undarlegir hlutir eiga svo eftir að gerast í lífi Donnie´s.


Donnie Darko hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og fjöldanum en það er synd að stærstu kvikmyndahátíðirnar hafa af einhverjum ástæðum litið fram hjá henni :( Þetta er fyrsta mynd Richard Kelly og honum tekst heldur betur vel upp í frumraun sinni á hvíta tjaldinu. Hann er ekki að vinna að neinni mynd í augnablikinu en ég vona að eigi eftir að koma meira við sögu í kvikmyndabransanum. Jack Gyllenhaal er frægastur fyrir leik sinn í October Sky fyrir utan Donnie Darko. Um þessar mundir er hann að leika í kvikmyndinni Moonlight Mile en í henni leikur sjálfur Dustin Hoffman einnig stórt hlutverk.


Donnie Darko er mjög vel skrifuð og tónlist Michael Andrews er mjög góð. Lagið sem er í endann á myndinni fær mann líka til að hugsa mikið. Ég hef sjaldan hugsað jafn mikið yfir kvikmynd og ég gerði yfir þessari og Donnie Darko er líka ófyrirsjáanlegasta mynd sem ég man eftir í augnablikinu. Donnie Darko er snilldarmynd sem enginn kvikmyndaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.


9/10