Kynlífsfíkn er ekki alltaf góð.
Þessi mynd er góð en samt sem áður það mikið sérstök að hún telst líka sem léleg. Það er erfitt að segja um hvað Shame er. Ég reyndi að finna út söguþráðinn en það er enginn söguþráður heldur entómt kynlíf og aftur kynlíf. Það góða við Shame er að leikarinn Michael Fassbender (Sem leikur aðalhlutverkið) er fáránlega góður leikari og hann sannar það hérna með stæl. Hins vegar fór á myndina með þeim væntingum að hún væri sérstök, spennandi og auðvitað smá drama með en ég fór af Shame ekki sáttur.

Ég ætla svona að reyna að segja frá söguþræðinum. Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er kynlífsfíkill, svo einn daginn þá birtist systir hans heim til hans Sissy Sullivan (Carey Mulligan) og þá auðvitað getur Brandon ekki vert venjulegur því að hann var vanur að koma með stelpur heim og skoða mikið klám alla daga. Þegar Sissy kemur til hans alveg allslaus eftir að kærastinn hennar hætti með henni. Sissy og Brandon eru ekki í góðu sambandi því að Sissy hefur ekki hugmynd um hans kynlífsfíkn. En svo fara hlutirnir að verða skrítnari og skrítnari…

Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Hún er gróf og líka heldur sér ekki mikið við efnið. Leikstjórinn Steve McQueen (Sem er með mjög töff nafn) kemur stekur inn með mynd sem alls ekki allir geta höntlað. Shame er sjúk mynd, það gerist margt í Shame sem maður vill helst ekkert vita af. Shame er þannig mynd “Once in a lifetime” ég sé samt smá eftir að hafa farið á hana í bíó. Hún er ekki þess virði. Hún er svona mynd sem maður tekur á leigunni og verður í svo smá sjokki eftir myndina og þá eina sem maður getur hugsað er eitt stórt spurningarmerki. Það er ekki mikið talað í Shame en hún nær samt á köflum að fara langt yfir strikið. Svo er líka þessi mikla nekt sem er að gera myndina toppar allt. Þökk sé nektinni þá er Shame svo fáránlega óþægileg mynd, þetta er ekki mynd sem maður tekur kærustuna/fjölskylduna á og býst við að þau fýli Shame í botn.

Leikararnir stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Maður sá Fassbender í Inglourious Basterds og 300. Það var enginn neitt að pæla í hvað býr í þessum Michael Fassbender en hann er svakalega góður leikari. Hann tekur hlutverkin sýn og leikur þau með milari tilfiningu. Steve McQueen hann heitir það næstum því það sama og kvikmyndahetjan okkar Steven McQueen en Steve hann er ekki búinn að skara neitt framúr í kvikmyndaheiminum en ég er alveg viss um að eftir Shame þá mun hann gera nokkrar góðar myndir.

Kvikmyndatakan er ansi fjölbreytt. Það koma tímar í Shame þegar kvikmyndatakan er alveg að skíta upp á bak, en svo koma líka tímar á móti þegar takan er að gera stórta hluti. Eitt atriðið í myndini sem ég kalla New York, New York er eitt gott dæmi um þegar kvikmyndatakan er að skíta upp á bak. En svo koma líka tímar þegar hún er alveg að bjarga Shame. Það var nú eitt atriði þarna sem ég vildi helst labba út úr salnum. Shame er mjög, mjög öðruvísi kvikmynd og mjög óþægileg.

Karakterinn Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er mjög flókinn og mjög svo vel unnin karakter. Hann er mjög lokaður og vill helst vera einn með konu eða aleinn með kláminu sínu. Hann fær svona “kynlífsþarfir” á nánast öllum stöðum sem hann getur verið á. Hann er maður sem fólk er ekki mikið að umgangast. Brandon er maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann skammast sín ekkert smá lítið fyrir að vera svona mikill kynlífsfíkill. Hann gerir fullt af hlutum sem hann ræður ekkert við. Svo þegar hann er búinn að framkvæma þá og er búið að átta sig á því þá sér hann alveg óteljanlega mikið eftir þeim. Brandon reynir virkilega að hætta en fíknin er svo mikil.

Endirinn er alls ekki góður. Ég var í sjokki yfir hversu illa endirinn kom út. Shame endaði á allt annan hátt en ég var að vonast. McQueen þarf virkilega að bæta sig í að gera endi. Endirinn dró Shame svoldið mikð niður en samt er hann ekki hræðilegur en hann mætti vera miklu betri en hann er. Ég var mjög hissa á hvernig þessi mynd endaði. Hún lætur mann halda ímislegt en hún fer svo í allt aðra átt en við höfum hugsað okkur.

Shame er óþægileg og of mikil nekt í mynini. Það var mjög langt síðan að ég hafði séð jafn óþægilega mynd í bíó. Leikararnir standa sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Þessi mynd er alls ekki fyrir alla og þá sérstaklega ekki fyrir fólk sem getur ekki horft á svona myndir. Nektnin er alltof mikil og hún fær mann að líða illa.
6/10
Everything is joke if you take it as joke