Max Payne - The Movie? Samkvæmt Reuters hefur Shawn Ryan, sem er frægur fyrir þættina “The Shield” sem nú eru á dagskrá í Bandaríkjunum, skrifað undir samning um að gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Max Payne ásamt Dimension Films.

Shawn Ryan skrifaði einnig nokkra þætti í “Angel” (Afbrigði af “Buffy The Vampire Slayer”, sýndir á Stöð 2) og sömuleiðis fyrir “Nash Bridges” (Voru áður á dagskrá á Sýn). “The Shield” náði metáhorfi þegar hann hóf göngu sína.

Max Payne, sem hefur að sögn selst í 1.8 milljónum eintaka á X-Box, PlayStation 2 og PC, er eitt af þekktustu merkjum í tölvuleikjaheiminum og því ekki að undra að svona verkefni hafi orðið til.

- Royal Fool


Heimildir:
<a href="http://www.reuters.com/news_article.jhtml?type=search&StoryID=845774“>Frétt Reuters</a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,1087 0,2862110,00.html“>Frétt GameSpot</a>
<a href=”http://us.imdb.com/Name?Ryan,+Shawn+(I)">Shawn Ryan á IMDB.com</a