Þessi greinargerð kann að innihalda skírskotanir á innihald kvikmyndarinnar Jay and Silent Bob strike back og hugsanlega,kannski gæti skemmt fyrir þeim sem lesa hana og hafa hug á að sjá myndina.


*SPOILER*



Myndin
Jamm, myndin er engin önnur en Jay and silent Bob strike back sem er nýjasta afurð háðfuglsins Kevins Smith.Þetta er held ég fimmta View Askew myndin sem hann gerir.Kevin Smith er maðurinn á bakvið bestu grínmyndir áratugarins, semsagt Clerks, Mallrats , Chasing Amy ,Dogma og JASBSB. Clerks var fyrsta mynd Kevins og að mínu mati hans besta.JASBSB er að vísu ólíkari fyrri myndum kappans þar sem í þessari er í aðalhlutverki tvíeykið Jay og Silent Bob.Í stuttu máli gengur myndin út á það að Jay and Silent Bob leggja land undir fót í þeim erindagjörðum að stöðva framleiðslu á kvikmynd eftir teiknimyndapersónunum Bluntman and Chronic sem eru lauslega byggðir á þeim sjálfum.Er myndin helvíti fyndin og geymir hin frumlegustu blótsyrði sem ég hef heyrt lengi.Það sem mér finnsta standa uppúr í myndinni er COCKKNOCKER(Mark Hamill)og hans skætingur og yfirgangur.
Helstu leikarar í ræmunni eru Jason Mewes, Kevin Smith , Will Ferell , Jason Lee, Chris Rock , Ben Affleck og Shannon Elisabeth, svo má ekki gleyma STAR WARS genginu Mark Hamill og Carrie Fisher.

DVD diskurinn
Útgáfan er Dimension Collector´s Series 2-diska sett.Að vanda er að finna myndina í 2,35:1 widescreen formi og Dolby Digital 5.1 hljóðrás er til staðar.Hér eftirfarandi er smá úttekt á aukaefninu á diskunum.

DISC 1 the movie
1.trailerar: 40 days and 40 nights , Chasing Amy , Clerks , Clerks:Animated series, Dimension Cutting edge movies(what the fuck?)
2.Commentary með Jason Mewes, Kevin Smith og Scott Moiser.

DISC 2 extras
1.Deleted scenes:Hérna er efnið sem gerir þennan disk sérstakan, hér er að finna yfir 40 eyddar eða lendar senur sem þóttu ekki hæfa landanum, þar á meðal tilvísanir í animalíu og allsk kyns brandarar um homma og lesbíur.Á undan hverri senu er kynning þar sem ýmsir kynna hvern bút fyrir sig,oftast er það Kevin Smith sem sér um það.Hægt er að velja um að horfa á allt í einu, en það er scene selection líka.Meðal þess sem er tekið úr er hundsbesefi og atriði þegar Sean Willam Scott rennir hýru auga til kindar og segir ákafur: “Man I loooove animals.”
2.Ttrailerar eru ýmsir, nokkuð margir TV Spots(mjög líkir) og svo er það Internet Trailernarir sem eru sérstakir að því leyti að það mátti nota blótsyrði í þeim.
3.Production stills og storyboards eru frekar venjuleg rútína(meira af storyboards af hundsbesefanum).Já og að auki eru hér nokkuð mörg hugmyndaveggpjöld sem eru frekar flott.
4.Behind the scenes featurette: frekar venjulegt líka.
5.Heimildarsection um hljómsveitina Morris Day and the time er að finna á disknum, þar er hægt að lesa um sveitina sem JASB dýrka svo í myndinni,þetta er hljómsveitin sem spilar í endann á myndinni.Auk þess er eitthvað footage að finna sem sýnir hljómsveitna vera að kenna JASB dansporin.
6.Cast and crew filmographies, þetta venjulega, frekar vel gert samt.
7.The Secret stash: Eitthvað efni sem ekki var notað í myndinni, hérna eru einhverjir bútar þar sem fer ekki með textana sína rétt eða spinnur upp samtöl, sumt er helvíti fyndið eins og ræða Will Ferrels um “snípinn”. Ég held að það sé intro við hvern bút.
8.Music Videos: Hér er að finna myndbandið við lag Afroman´s I got high sem JASB leika í og landsmenn eru orðnir vel kunnugir.Auk þess er hérna annnað myndband Stroke 9:“Kick Some Ass” þar sem þeir félagar taka í lurginn á einhverjum fávitum.
9.DVD-ROM material á víst að vera eitthvað en ég gat ekki skoðað það af einhverjum undarlegum ástæðum.
10.Svo er eitt viðbjóðslegt easter egg á disk 2, vil ég hérmeð vara menn við, en það er að finna í cast and crew biographies, undir Jason Mewes , highlightið annaðhvort more eða back hnappinn og ýtið upp með fjarstýringunni.Verði ykkur að góðu.
11.Comedy Central interviews:Viðtöl við hina ýmsu sem að myndinni komu, frekar áhugavert.

Þetta sett er eingöngu komið út á Region 1 formi og vísar greinin til hennar.

You are the ones who are the ass-lickers….

KURSK