Ný mynd með Adam Sandler fer að koma í bíó bráðum, hún heitir “Little Nicky” og persónulega er ég orðinn nokkuð spenntur. Adam Sandler er náttúrulega ótrúlega fyndinn þó að síðustu myndir hans hafi verið svolítið svipaðar og ansi væmnar held ég að þessi verði góð allavega miðað við það sem ég er búinn að heyra um söguþráðinn.
Myndin fjallar í stuttu máli um Nicky (sem Adam Sandler leikur) sem er sonur djöfulsins. Hann er feiminn og nánast það eina sem hann gerir er að hlusta á þungarokk í herberginu sínu. Bræður hans eru frekir og ólíkir honum, þegar Satan segir þeim að Nicky eigi að taka við af sér verða þeir brjálaðir og fara til jarðar og ætla að leggja hana undir sig. Satan sendir Nicky ásamt talandi hundi(!) til að stoppa þá.
Myndin státar líka af massívu soundtracki, með hljómsveitum eins og: Deftones, Incubus, P.O.D., Cypress Hill, Insolence og Filter.
jogi - smarter than the average bear