Man Bites Dog (1992) Man Bites Dog (1992)

Leikstjórar: Rémy Belvaux, André Bonzel & Benoît Poelvoorde
Handrit: Rémy Belvaux, André Bonzel, Benoît Poelvoorde & Vincent Tavier
Framleiðendur: Rémy Belvaux, André Bonzel & Benoît Poelvoorde
Lengd: 95 mínútur
Aðalhlutverk: Benoît Poelvoorde
———–

Man Bites Dog er belgísk mynd og er talin frekar umdeild og ógeðsleg og fékk stimpilinn NC-17 í Bandaríkjunum og var m.a. bönnuð í Svíþjóð. Þetta er frekar óvenjuleg mynd að því leytinu að hún er ekki í stereo og er svart-hvít.

Myndin er um Ben sem virðist vera ósköp venjulegur maður. Hann er greindur, fer með ljóð á tvo ástríka foreldra og það er svona almennt álit að fólki líkar við hann sem er bara ósköp venjulegt. En bak við þetta ljúfa andlit og persónuleika er hann líka fjöldamorðingi og í þessi mynd er um það þegar verið að taka heimildarmynd um hann og er hann því með myndatökulið sem eltir hann röndum hvert sem hann fer. Í myndinni fáum við að kynnast hinu hversdagslega lífi hans, sjáum fjölskyldu hans, fáum skoðanir hans á hinum og þessum hlutum og svo að sjálfsögðu einhver góðráð í sambandi við það hvað gera eigi við lík og þvíumlíkt.

Þessi mynd er í stuttu máli mjög hneykslanleg og ógeðfelld og er alls ekki fyrir hvern sem er. En ef maður er í rétta skapinu þá er hægt að hafa gaman af þessari mynd og ég hló nú talsvert að henni þegar ég sá hana nú um helgina.

Annars mæli ég hiklaust með þessari mynd, öðruvísi mynd, góð tilbreyting en ætla að sleppa því að vera gefa henni stjörnugjöf og láta ykkur sjálf dæma um hana ef þið kjósið að sjá hana.