Indiana Jones and the Temple of Doom (1984) !! Varúð, þessi grein fjallar um þessa mynd, í greininni gæti komið fram hlutir sem gæti skemmt fyrir einhverjum svo ef þið viljið ekki vita neitt um þessa mynd hættiði að lesa nún !!

Indiana Jones and the Temple of Doom (1984)

Leikstjóri: Steven Spielberg
Handrit: Gloria Katz, Willard Huyck, George Lucas
Lengd: 118 mín
Framleiðendur: George Lucas
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kate Capshaw, Ke Huy Quan, Roshan Seth, Philip Stone, Dan Aykroyd

sbs: ****/****

Indiana Jones hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, ég hef séð allar þrjár oft og mörgu sinnum, reyndar svo oft að spólurnar sem þær voru teknar uppá þegar þær voru á Stöð 2 fyrir mörgum árum eru slitnar í gegn, þessvegna fagnaði ég þegar ég frétti að RÚV ætlaði að sýna þessar yndislegu kvikmyndir aftur.

Indiana Jones and the Temple of Doom er önnur Indiana Jones myndin sem gerð var en í tímaröð er hún sú fyrsta. Hún byrjar í Shanghai árið 1935, ári áður en atburðirnir í Raiders of the Lost Ark gerast í skemmtistaðnum “Obi-Wan”(George Lucas alltaf í góðum gír). Þar er Indiana Jones að reyna að skipta við kínverska gangsterinn Leo Che, Indy vill fá ösku af keisaranum Nurhachi í skiptum fyrir stóran demant. Það endar allt í ósköpun en auðvitað nær Indy að flýja með söngkonu skemtistaðarins, Willie með hjálp litla aðstoðarmannsins sín Short Round. Þau ná að fara í flugvél og stefna á Siam en enda í littlu þorpi, Mayapore.

Í þorpinu hitta þau seiðmann þorpsins og segir hann þeim að þau hafi verið valinn til þess að fara í Pankot höllina, því að mikil íllska hefur tekið öll börnin þeirra og stolið helgum steini sem hefur verndað þorpið þeirra og farið með í höllina. Þríeykið er ekki alveg á því að fara en þegar að hálf dauður drengur sem hefur sloppið frá höllinni nær að komast til þorpsins aftur og fellur í fangið á Indy með snifsi af helgu pergamenti ákveður Indy að þau fari.

Í höllinni eru þau boðin velkomin af Chatter Lal. Hann lætur þau hafa herbergi og býður þeim í frekar ógeðfeldan kvöldmat. Þau komast fljótt að því að það er ekki allt með feldu í höllinni og verða vitni að ýmsu, þar á meðal skordýrum í þúsunda tali, mannsfórnum og barnaþrælkun allt fyrir djöfla gyðjuna Kali Ma.

The Temple of Doom er að öllu leiti ólík Raiders of the Lost Ark. Hún er miklu dekkri og “hryllilegri”. Þegar hún kom út í kvikmyndahús í Bandaríkjunum fékk Steven Spielberg miklar skammir frá reiðum mæðrum sem höfðu farið með börnin sín í bíó og héldu að þau væru að fara að sjá Bambi 2 en fengu í staðinn að sjá hjarta rifið úr lifandi manni. Steven svaraði í fullum hálsi þessu “röfli”, hann sagði að myndin héti “Indiana Jones and the Temple of Doom” ekki “Indiana Jones and the Temple of Roses”.

Margir gagnrýnendur rifu myndina niður(reyndar næstum allir fyrir utan Roger Ebert og Pauline Kael), þeir sögðu að hún væri oflangt frá því sem Raiders of the Ark var, en ég er viss að ef Temple of Doom hefði verið líkari Raiders of the Lost Ark hefðu þeir bara kvartað undir því í staðinn.

En myndin er ekki besta Indiana Jones myndin en hún er samt algjört meistaraverk. Hún blandar saman miklum húmor og hasar sem líkja má við rússíbana ferð. Harrison Ford er pottþéttur sem Indiana Jones og flestir aukaleikararnir gera sitt verk vel. Steven Spielberg er frábær leikstjóri að vanda og sagan eftir George Lucas er frábær. Óskarsverðlauna sjónbrellur og stórkostleg sviðsmynd, þá sérstaklega í undirgöngunum þar sem þúsundir bara þræla við að grafa. Svo skemmir nátturlulega ekki þemulagið eftir John Williams sem er eitt flottasta þemulag kvikmyndasögunnar.

sbs : 14/04/2002