MGM leyfir Goldmember nafnið MGM fyrirtækið sem stendur að baki bond myndanna eftir miklar mótbárur gefið leyfi sitt að nýja Austin Powers myndin fái að halda goldmember nafninu.New Line Cinema var með helling af öðrum nöfnum sem komu til greina eins og Live and Let Shag, You Only Shag Thrice, Never Say Member Again and License to Shag. Ásamt MGM var það breska fyrirtækið Danjaq sem er í eigu Broccoli fjölskyldunnar sem mótmælti þessu nafni fyrst vegna þess að það var of líkt nafninu á hinni frægu James Bond mynd ,,Goldfinger''. Þó að MGM sé búinn að samþykkja nafnið nafnið þrjóskast þó Danjaq ennþá við. MGM samþykkti þetta með þeim skilmálum að trailerar frá MGM þar á meðal Die Another Day verði sýndir á undan myndum frá New Line Cinema eins og Lord of the rings: The two towers og auðvitað Austin Powers 3.

Hvorki MGM né New Line Cinema hafa gefið út fréttayfirlýsingu um þetta mál síðan á þriðjudag. En margir af stærstu kvikmyndafjölmiðla í Hollywood segja að stríðið um Goldmember nafnið sé að nálgast enda. New Line Cinema er strax byrjaðir að gefa út nýjar auglýsingar fyrir Austin Powers 3 sem innihalda Goldmember nafnið. Myndin verður enn á áætlun þrátt fyrir allt þetta umstang um nafngiftina. Þess má geta að þessi mynd verður frumsýnd hér á landi þann 23. ágúst.

kv.
dictato