Jeremy Piven Jeremy Piven er kannski ekki mjög þekkt nafn í skemmtanaiðnaðnum, en flestir þekkja andlit hans. Hér kemur smá um hann:

Jeremy fæddist 26. Júlí, 1965, í Manhattan, og var yngstur þriggja systkyna. Má segja að hann sé úr leikara fjölskyldu því foreldrar hans stofnuðu Piven Theatre Workgroup og systir hans, Shira, er leikstjóri í New York. Hann ólst upp í Illinios, og fór Evanston Township High School.

Æskuvinur hans, og besti vinur hans enn í dag, er John Cusack. Saman hafa þeir leikið í mörgum myndum eins og ; Bob Roberts (1992), Elvis Stories (1989), Floundering (1994), The Grifters (1990), Grosse Pointe Blank (1997), One Crazy Summer (1986), The Player (1992), Say Anything… (1989), Serendipity (2001).

Í háskóla var helst staðið í því að hneyksla fólk. Hann sagði sjálfur: “Unless an entire row of people got up in the middle of a performance and left the theater in disgust, I felt as though I hadn't done my job.”

Leikaraferill hans er langur og er þar á meðal meistarastykki eins og: Fear and Loathing in Las Vegas, Black Hawk Down, Very Bad Things, Grosse Pointe Blank, Heat, PCU, Judgment Night, Singles, og margar fleiri.

Svo hefur hann einnig verið nokkuð mikið í sjónvarpi, og margir muna væntanlega eftir honum sem Spence, frændi Ellenar í þáttunum Ellen. En það sem færri vita er að hann átti fyrst að leika George í Seinfeld, og lék í fyrsta þættinum(pilotinum) en var svo látinn taka pokann sinn fyrir Jason Alexander.

Það er eitthvað sérstakt við þennan leikara. Það er auðvelt að muna eftir honum. Ég til dæmis sá Judgement Night fyrir mjög löngu, en man samt alltaf eftir honum, og svo er Very Bad Things, þar sem að Piven stóð sig alveg ótrúlega vel. Mitt álit er, að það eru ekki stórstjörnurnar sem gera myndirnar skemmtilegar, heldur litlir leikarar með mikinn persónuleika, eins og Jeremy Piven