Surf Ninjas Surf Ninjas frá árinu 1993 gefin út af Myndform


Já myndin fjallar nú bara um bræðurna Johnny(Ernie Reyes jr) og Adam
sem búa í Los Angeles með fósturpabba sínum MAC
og það eina sem þessir gaurar gera er að skatea
eða surfa. En svo kemur í ljós að stuttu fyrir 16 ára afmæli Johnnys koma einhverjir Ninja gaurar í “náttfötum” og eru sendir af Chi ofursta og takmark þeirra að drepa þá, því greinilega eiga þeir að vera prinsar frá Eyjunni Patu San í S-Kínahafi sem var víst “hertekin” af Chi ofursta og þeir eiga víst að ógna völdum Chi . Gamall verndari og vinur fjölskyldunnar Zatch kemur til þeirra og þeir lenda í ýmsu áður en til enda lýkur.
Með í fararteskinu er svo hinn kostuglegi leikari Rob Schneider sem lék svo skemmtilega í Deuce Bigalow og The Animal og leikur hann vin þeirra Iggy. Einnig má geta fyrir gamla fólkið þarna að rapparinn Tone loc leikur hlutverk lögreglumanns í myndinni.
Og já ekki má gleyma honum Leslie Nielsen að sjálfsögðu hann leikur hinn kostuglega Ofursta Chi.

Þetta er góð barnamynd og finnst mér hún standa upp úr barnamyndunum ágætur húmor í þessu og ég hef horft á hana ansi oft.
Ég gef henni *** af ***** og mæli hiklaust með henni til dægradvalar :)