Live and let Die (1973) Live and let Die (1973)


Leikstjóri: Guy Hamilton
Handrit: Tom Mankiewicz, Ian Fleming
Lengd: 121 mín
Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman
Aðalhlutverk: Roger Moore, Jane Saymour, Yaphet Kotto, Clifton James, Geoffrey Holder, Julius Harris, David Hedison, Bernard Lee

sbs: **+/****

Eftir að hafa leikið í sex James Bond myndum nennti Sean Connery ekki að leika ofurnjósnarann lengur. Þá þurftu Cubby Broccoli og Harry Saltzman að finna nýan og Bond, sem var ekki létt að gera. Sá sem kom fyrst til greina var Timothy Dalton, hann hafnaði hlutverkinu, hann sagðist vera of ungur ennþá, aðeins 26 ára gamall. Nokkrir aðrir voru reyndir en loks var ákveðið að bjóða Roger Moore starfið, hann hafði komið til greina á undan Sean Connery en gat ekki leikið í Dr. No því að hann var bundinn við “The Saint” sjónvarpsþættina. Roger Moore tók starfinu.

Fyrsta myndin sem Roger Moore fékk var Live and Let Die, það var ekki beint besta myndin til að byrja í. En Roger Moore stendur sig ekkert of vel í fyrsta skiptið. Hann virðist vera að reyna of mikið að herma eftir Sean, hvernig gat hann annað í rauninni. En á meðan Roger er að líka eftir þeim James Bond sem að Sean Connery lék er handritið að reyna að vera sem lengst frá þeim Bond. Bondinn hans Roger Moore drekkur bourbon með vatni(engum ís), hann segir ekki Bond, James Bond og hann er frekar leiðinlegur við kvenfólkið, ekki að Sean hafi verið mikið betri en hann var þó heiðarlegur. En það er eitt gott við þennan Bond, hann var bara í einni kvikmynd.

En það eru fleiri vandamál við Live and Let Die, Bond hefur þurft að berjast við SPECTRE og stórmennskubrjálæðinga sem vilja heimsyfirráð, núna berst hann við Dr. Kananga (Yaphet Kotto), forsetisráðherra lítillar eyju, Dr. Kananga er líka þekktur sem Mr. Big en þá er hann með grímu og vill hafa einokun á heróín sölu. Ekki alveg James Bond vandamál. Kanaga fær hjálp frá aðstoðarmönnum sínum Whisper, sem hvíslar öllu, Baron Samedi, hann hló af öllu, hláturinn hans varð til þess að hann er án efa leiðinlegasti aðstoðarmaðurinn í öllum James Bond myndunum og svo Tee Hee, hann hafði nokkuð flottan krók. Kanaga fær líka hjálp frá spákonunni Solitaire sem er leikin af Jane Seymour.

James Bond fær líka hjálp frá nokkrum, CIA vini hans, Felix Leiter, hann er í þettta sinn leikin af David Hedison sem kom svo aftur, 16 árum síðar í Licence to Kill og lék þar Felix aftur, þar gerðist hann eini maðurinn sem hefur leikið þetta hlutverk tvisvar, ég veit samt ekki afhverju það er alltaf fengin nýr leikari fyrir hlutverkið. Quarrel Jr., sonur Quarrels úr Dr. No, hjálpar líka til.

Eitt af því sem gerir þessa Bond mynd sérkennilegasta er að hún er ekki tekin eins og venjuleg Bond mynd. Hún kom út árið 1973, þegar blaxploitation myndir eins og Shaft og Superfly voru vinsælar. Einhver hefur fundið það sniðugt ef að James Bond mundi falla inní vinsældirnar sem þessar myndir voru að fá. Tónlistin, söguþráðurinn og kvikmyndatakan, leikaravalið, þetta bendir allt til þess. Myndin er leikstýrð af Guy Hamilton, hann leikstýrði bestu James Bond myndinni, Goldfinger og Diamonds are Forever sem var líka mjög góð, ekki veit ég hvað gekk á honum þegar hann gerði Live and let Die.

Myndin hefur í rauninni aðeins 2 minnistæð atriðið, í fyrsta lagi eitt atiði þegar James Bond er fastur á lítilli eyju og þarf að hoppa yfir krókodíla til að komast til lands og lagið. Lagið Live and Let Die eftir Paul og Lindu McCartney spilað af Wings er eitt besta lagið sem var samið fyrir James Bond mynd enda var það tilnefnt til óskars en fékk það samt ekki.

sbs : 09/04/2002

<a href="http://www.sbs.is/">sbs.is</a