From Russia With Love (1963) From Russia With Love (1963)

Leikstjóri: Terence Young
Handrit: Richard Maibaum, Johanna Harwood, Ian Fleming
Lengd: 118 mín
Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman
Aðalhlutverk: Sean Connery, Daniela Bianchi, Pedro Armendariz, Lotte Lenya, Robert Shaw, Bernard Lee, Lois Maxwell, Desmond Llewelyn

sbs ***+/****

Eftir vinsældir Dr. No var strax farið að huga að framhaldi, útkoman varð From Russia with Love, ein besta James Bond myndin. Hún hefur allt sem góð hasar/spennu mynd þarf. Góðan söguþráð, hröð hasar atriði, minnistæða þorpara og Sean Connery í toppformi.

Í þetta sinn eru illmennin ekki að leita eftir heimsyfiráðum eins og í Bond myndunum sem fylgdu eftir henni, allavegana ekki strax. Þau eru að reyna að fá rússneskt aftáknunartæki, ekki alveg jafn metnaðargjarnt og heimsyfirráð. Illmennin eru #3, Rosa Klebb (Lotte Lenya), fyrrum KGB njósnari með skemtilega skó og #5, skákmeistarinn Kronsteen (Vladek Sheybal). Þau vinna hjá SPECTRE fyrir #1, Blofeld, við sjáum ekki í andlitið á Blofeld, ekki fyrren í You Only Live Twice, þó að hann sé yfir illmennið í Dr. No og Thunderball.

Þegar James Bond hefur náð aftáknunartækinu frá dulmáls ritaranum Tatiana Romanova (Daniela Bianchi) láta Klebb og Kronsteen einn af bófum SPECTRE, Red Grant (Robert Shaw) ná því af Bond. Söguþráðurinn gengur svo út á það.

Sean Connery er hér í annað sinn sem Bond og hefur strax náð að fullkomna hlutverkið. Hann leikur hlutverkið fullur af sjálföryggi og sýnir það vel afhverju hann er vinsælasti Bondinn. Myndin er líka full af áhugaverðum aukaleikurum, “Miss Universe” 1960, Daniela Bianchi, það er reyndar búið að talsetja yfir röddina hennar einsog var gert með röddina í Ursula Andress í Dr. No. Lotte Lenya er frábær sem vonda konan og Pedre Armendariz í sínu seinasta hlutverki sem Kerim Bay tyrkneska bandamaður Bonds.

From Russia With Love er frábær á flestum hliðum, hún er vel leikstýrð og hefur góðan og gildan söguþráð. Hasar atriðin eru mörg mjög minnistæð, þá sérstaklega eitt, þar berst Bond við Red Grant milli tveggja vagna í lest á ferð. Hún skipar sér góðan sess með Goldfinger og On Her Majestys Secret Service sem ein af þeim allra bestu Bond myndunum.

sbs : 07/04/2002

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=From%20Russia%20With%20Love">sbs.is</a