Black Knight Mér var afhend þessi mynd á VCD um daginn. Ég hlakkaði mikið til vegna þess að ég hafði séð úr henni á skjáunum í Smárabíói.

Myndin fjallar um Jamal sem vinnur í miðaldar skemmtigarði. Þegar opna á nýjan svipaða skemmtigarð í grendinni þá biður Jamal eigandan að selja og fyrir vikið setur í að þrýfa sýkið í kringum garðinn. Þegar hann er að þrýfa sýkið sér hann hálsfesti ofan í sýkinu. Við það að reyna að ná hálsfestinni dettur hann ofan í sýkið og endar hann á árinu 1320 í hinum raunvörulega miðaldir og þar lendir hann í allskyns ævintýrum.

Í aðalhlutverki í þessari mynd er Martin Lawrence og kemur kannski ekkert á óvart hann er nú orðin svoldið þekktur fyrir lélegar myndir. En það kemur á óvart að klassa leikari eins Tom Wilkinson hafi látið sjá sig í þessari mynd.

Þettað er alveg ótrúlega slök mynd. Þó að hún hafið nokkra ágætis punkta. Yfir heildina alveg hrikalega leiðinleg. Hugmyndin af þessari mynd er svona öfug við Les Visitors, sem er reyndar alveg frábær. Í þessari mynd eru greynilega notaðir alveg ótrúlega ódýrir leikarar(fyrir utan Lawrence og Wilkinson), það sést greinilega í næstum öllum senum í myndinni.

Ég gef þessari mynd bara 1/2af**** því að þettað er eingöngu eyðsla af filmu og ég mæli gegn því að nokkur fari á hana í bíó og borgar alveg helling fyrir. Frekkar að taka hana sem fríspólu þegar hún kemur á video

Freddie