Mystery Men & Bring It On Um helgina horfði á þessar tvær myndir, Mystery Men og Bring It On sem ég hafði hvorugar ekki séð. Báðar myndir hafa ekki fengið neitt sérstaka dóma. Margir sem ég hef talað við hafa fundist myndirnar slæmar. Mér leist svona ágætlega á Bring It On en leist bara alls ekkert á Mystery Man.

Þegar ég var búinn að sjá báðar myndir þá finnst mér þær báðar frábærar gamanmyndir. Það sem sumir fatta ekki við þessar myndir að þær eru háðsdeildur.

Myster Men er alveg frábær. Eflaust allir hafa fattað að það sé verið að gera grín að ofurhetjum en gagnrýndu hana samt harðlega. Þetta er ekki svona grín eins og í Scary Movie og Not Another Teen Movie. Ben Stiller er snillingur sem Mr. Furious, svona hetja sem segir alltaf eitthvað flott. Shoveller (William H. Macy) er líka frábær, The Sphinx er snilld! Ég var að drepast úr hlátri. Eitt af bestu setningunum í myndinni var þegar Blue Raja, The Shoveller og Ben Stiller voru að tala um einhverja ofurhetju og Ben Stiller sagði “What´s his super?”
***/****

Svo var það Bring It On. Ég hélt fyrst að þetta væri bara Another Teen Movie en hún er það ekki. Hún gerir grín að því sem tengist klappstýrum. Eins og t.d. Male Cheerleader, og danshöfundurinn. Geðveikt fyndið þegar hann brjálaðist og braut stólinn. Svo er það ekki verra að það eru mega gellur í þessari mynd! Kirsten Dunst er sexy- Eliza Dushku er flott!
***/****

PS: Þessar þrjár stjörnur eru í þessu tilviki í hærri kantinum.
<B>Azure The Fat Monkey</B>