Blade II Jæja fyrsta greinin mín langa pásu en ég sé til hvort ég haldið áfram að koma með greinar þar sem greinafjöldi hér á huga kvikmyndir er orðin svo svakalega mikill sem að er ekkert nema gott mál.

Ég sá nú um daginn Blade II eftir leikstjórann Guillermo del Toro en beðið hefur verið eftir þessari myndinn með gríðarlegum eftirvæntingum. Myndin verður frumsýnd hér á lani 12. Apríl

Blade fær skilaboð um vopnahlé frá vampírusamfélaginu, eitthvað verra en þær ganga nú að næturlagi um götur Prag og nærast einnig á blóði vampíra. Vampírurnar þarfnast Blade til þess að kljást við þennan ógnuð. Blade slær til og gengur til liðs við vampíruhóp sem kýs að kalla sig Blood Pack en það er hópur vampíra sem hafa verið þjálfaðar í 5 ár til þess að drepa Blade. Blade og Bloodpack hópurinn hefja leitina að nýja ógnvaldinum og ætla sér að koma í veg fyrir útbreiðslu hans áður en það verður um seinan.

Ég sá Blade 1 á sínum tíma og fannst mér þar vera ágætis ræma á ferð, flott bardagaatriði, fínt handrit með hörðum nagla í aðalhlutverki en eitt fór í pirrurnar á mér og voru það vampíururnar með sólarvörnina, mér fannst það frekar langsótt en hvað um það þá er framhaldið af Blade 1 komið í bíóhús úti og hefur hún halað nokkuð vel í kassan. Blade II byrjar hratt líkt of fyrsta myndin og fær maður að sjá alveg frábæra myndatöku ásamt flottum tæknibrellum en þegar líða tekur á myndina minnka þessi stílbrögð til muna og lítur það út eins og Guillermo del Toro hafi eytt öllu púðrinu fyrstu 20 mínúturnar en þó að flott effect skot minnki þýðir það ekki að hasar og spennuni lini. Kris Kristofersson snýr aftur og er alltaf jafn harður, Ron Perlman leikur svaka harða vampíru í myndinni og fannst mér hann vera skemmtilegt illmenni, Guillermo del Toro átti víst að hafa verið svo ánægður með hann að hann hafi heimtað að Perlman léki Hellboy í nýjustu samnefndri mynd hans en það á allt eftir að koma í ljós. Ef litið er á heildina þa´er Blade II frábær hasarmynd sem að nær hasateiknimynda andrúmsloftinu vel og sýnir Wesley Snipes að hann er sá eini sann Blade.

Það er ekki mikið annað hægt að segja um Blade II nema hvað ef þið höfðuð gaman af Blade 1 þá eigiði eftir að elska þessa.

Blade II: *** af ****