Time Machine Time Machine er byggð á sögu H.G Wells en gerð hefur verið önnur Time Machine mynd frá árinu 1960 og varð hún strax að klassík. Time Machine (2002) er leikstýrð af Simon Wells en hann er barnabarn H.G. Wells. Myndin er nú í kvikmyndahúsum hér á landi.

-Smá spoiler- Time Machine fjallar um Proffesor Alexander Hartdegen sem verður fyrir því áfalli að kærasta hans er drepin. Hardegen ákveður að búa til tímavél með þrjóskunni einni og tekst honum það á endanum. Hann ferðast aftur í tíman til þess að koma kærustunni sinni frá því að vera drepin en kemst að því að eitthvað hindrar hann við að breyta fortíðinni þannig að hann ákveður að ferðast fram í tímann til þess að fá spurningu sinni svarað og lendir hann í ýmsum ævintýrum á leiðinni.

Hvað get ég sagt ykkur ég hafði mjög gaman af Time Machine 1960 en þessi nýja útgáfa er hreint og beint léleg. Það fyrsta sem fór verulega í taugarnar á mér var hvernig handritshöfundinum gat sameinað tímaflakks kenningar eins honum henntaði, ég get ekki farið mikið út í það án þess að vera spilla fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina en þeir sem hafa séð hana hljóta að hafa tekið eftir þessu. Annað er það að frumbyggjanir í myndinni töluðu víst eitthvað tungumál sem við eigum víst ekki að skylja en ég á bágt með að trúa því að eitthvað tungumál hafi eitthvað orð í annari hverri settningu því ef heyrnin er ekki að fara bregðast mér þá heirði ég quin í öllum settnigum sem þeir mæltu og var það virkilega pirrandi. Og að lokum það sem fór mest í pirrunar á mér —Spoiler— ég bara verð að nefna þetta hérna, þegar Hartdegen og Mara flýja prímatana í hellinum þá hafa þau svona 10 sec forskot, eltingarleikurinn er svona 1 og hálf mínúta í gegnum göngin og prímatarnir eru ekkert að ná þeim en samt hlaupa þeir fimmfalt hraðar en frumbyggjarnir?—End Spoiler— Þar sem ég hef nú talið upp helstu atriðin sem að fóru í taugarnar á mér þá get ég nefnt nokkur dæmi sem voru ágæt. Guy Pearce var mjög flottur í hlutverki sínu sem Hartdegen og lék hann þetta mjög vel en að vera svo óheppin að leika eftir svo götóttu og lélegu handriti er sorglegt. Tæknibrellurnar er annað sem var stór plús fyrir myndina og sérstaklega þegar ferðast er fram í tímann að sjá hvernig umhverfið breytist er mjög flott. Samantha Mumba leikur frumbyggja í myndinni og veit ég ekki afhverju þeir voru að fá einhverja söngkonu í þetta hlutverk en hún er ekki fugl né fiskur þannig að maður gleymir henni um leið og maður stígur út úr kvikmyndahúsinu. Ef að á heildina litið þá ætti ekki að koma ykkur á óvart að mér hafi fundist þetta vera afskaplega slöpp mynd en það er bara ég.

Time Machine: * ½ af ****