Af einhverjum ástæðum töldu margir að greinarnar tvær sem ég skrifaði þann 1. apríl, tengdust eitthvað 1. apríl. Að ég, sbs, væri að gera eins og margir hafa gert, að plata fólk til þess að skoða eitthvað sem er ekki satt. Eins og Stöð 2 og bónus með ódýrt kjöt eða RÚV, Macdonalds og Kópavogur með vörumerki? Ja, ég hefði verið hneikslaður á þessari ásvífni, hefði. En ég get það ekki því að þeir höfðu auðvitað rétt fyrir sér.

Ný tækni, leikarastéttin útdauð?

Sú grein var skoðuð um 400 sinnum, mér var svolítið brugðið að nokkrir skilu trúa þessu. Auðvitað mun koma þessi tækni en það þýðir ekki að leikarastéttin deyi út. Stór hluti kvikmynda gengur út á mannlegar tilfinningar, við viljum hafa fólk í mannlegum hlutverkum. Eftir að Final Fantasy kolféll í bíóhúsum hefði ekki nokkuð kvikmyndafyrirtæki ákveðið að gera margar svoleiðis myndir. Ég var reyndar viss um að Steven Spielberg commentið mundi láta alla fatta þetta en svo virðist ekki hafa verið.
Ps. það gæti vel veriði að eitthvað fyrirtæki heiti FXP en ég bjó þetta allt bara til fyrir greinina.


The Simpsons, Jólamyndin í ár!

Sú grein var skoðuð yfir 700 sinnum. Ég ákvað að hafa annað sem allir mundu fatta, ja að föttuðu þetta ekki allir. Meira segja þó þetta væri svona ótrúlegt. En Simpsons myndin er reyndar á leiðinni(árið 2006 reyndar) en hún verður teiknuð. Þó að þetta hafi virkað fyrir The Flintstones er The Simpsos allt allt annað.

En ég vona að engin verði reiður út af þessu, allt er þetta í gleði gert og allir hlæja og dansa.

kv. sbs