John Q. JOHN Q.
Lengd: ca. 115 mín.
Leikstjóri: Nick Cassavetes
Aðalhlutverk: Denzel Washington, Robert Duvall, James Woods, Kimberly Elise
Handrit: James Kearns
Bandarísk


Þessi mynd er nú meira draslið marr! Það er ekki það að ekkert sé varið í hana en ég var búinn að hlakka geðveikt til að sjá hana eftir að Denzel Washington fékk Óskarinn. Svo voru fullt af öðrum góðum leikurum í myndinni en þeir hefðu örugglega staðið sig betur með skárri leikstjóra en Nick Cassavetes. Ég hef reyndar ekki séð aðrar myndir sem hann leikstýrir en hann hefur leikið í nokkrum frægum myndum á borð við Life og Face off.

Myndin byrjar á heimskulegum árekstri með óþolandi tónlist á bak við! Eftir það er Archibald fjölskyldan kynnt til sögunnar. Í henni eru hjónin John Q. (Denzel Washington) og Denise (Kiberley Else) ásamt Michael (Daniel E. Smith) syni þeirra. Fjölskyldunni kemur mjög vel saman en allt fer í uppnám þegar Michael fær hjartaáfall í miðjum hafnaboltaleik. Honum er komið fyrir á spítala og John Q. reynir að taka þessu eins rólega og hann getur. Mælirinn fyllist hins vegar þegar honum er neitað um hjartaígræðslu fyrir Michael því hann hefur ekki nægan pening til staðar og Michael er dauðvona. John kemur vopnaður inn á spítalann og heldur ölllum sem þar eru í gíslingu. Þegar löggan fréttir af þessu kemur hún á staðinn og fjölmargir viðstaddir fylgjast með. John hótar að drepa gíslana ef hann fær ekki hjartaígræðslu fyrir son sinn eftir ákveðin tíma en löggan þarf að sjá til þess að hún verður.

Ég var því miður ekki að fíla þessa mynd en hún minnti mig samt nokkuð á Dog Day Afternoon. Munurinn var samt aðallega fólginn í því að Al Pacino tókst að búa til miklu coolaðari persónu heldur en Denzel og hann fékk líka Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í myndinni. John Q. er hins vegar ekki þess virði að horfa á og Denzel Washington magalenti aldeilis eftir frábæra frammistöðu í Training Day.

5/10