Long time dead, yndisleg mynd! Ég fór á Long time dead í gær, hefði sennilega aldrei farið á þessa mynd og jafnvel aldrei séð hana ef vinir mínir hefðu ekki átt frímiða.

Myndin fjallar í grófum dráttum um vinahóp sem finnst gaman að dópa og skemmta sér. Eitt kvöldið ákveða þau svo að fara í andaglas en sitthvað fer úrskeiðis… Ég vil eiginlega ekki útlista söguþráðinn neitt meira (þó hann sé kannski svoldið fyrirsjáanlegur á köflum…) en myndin endar þó á nokkuð skemmtilegan hátt og ég hef beðið eftir svona enda lengi!

Þessi mynd er góð skemmtun, og oftar en ekki hrekkur maður hressilega í kút. Fólkið í bíóinu hefur örugglega haldið að við félagarnir værum eitthvað sjúkir því við hlógum oft hátt og mikið eftir að okkur brá, t.d. lík lentu í gólfum sem er vanalega ekki ástæða til hláturs ;)

Það er ekki hægt að segja að miklir leiksigrar vinnist í þessari mynd (sérstaklega ekki síðhærði gaurinn í Scott Stamp fílingnum) en myndin gerir það sem hún á að gera, lætur manni bregða, og það oft hressilega. Þetta er ekki einhver Scream þvælu eftirherma ef einhver heldur það.

Ég hef ákveðið að gefa þessari mynd heilar 3 stjörnur af 4. Af hverju? Hún kom skemmtilega á óvart (mér hefur ekki brugðið svona mikið síðan að kötturinn stökk útúr ískápnum í End of Days) og endirinn er almennilegur. Leikurinn er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir og sennilega hefði ég lítinn áhuga á að sjá þessa mynd mikið oftar.

***/****

JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _